Leita í fréttum mbl.is

Skálmöld á næstu grösum?

Mikið ósköp hefur nú skemmtanalífið fjörgast í Árnessýslu síðan heimamenn fengu herra Ó.H. Stones fyrir yfirvald. Síðan sá merki maður kom til skjalanna á Suðurlandi hefur ekki liðið svo helgi að fjölmiðlar væru ekki uppfullir af fréttum um hneykslisverk drukkins og dópaðs fólks í Árnessýslu. Reyndar er svo komið, að hliðstæðar fregnir eru farnar að berast úr þessu þjakaða héraði í miðri viku. Ef heldur fram sem horfir, mun algjör skálmöld bresta á í ríki herra Stones og rætast það sem segir í Völuspá: ,,Bræður munu berjast og að börnum verða, munu systrungar sifjum spilla, hart er í heimi, hórdómur mikill, skeggöld og skálmöld, skildir eru klofnir, vindöld og vargöld, áður veröld steypist mun engi maður öðrum þyrma." 
mbl.is Þrír á bak við lás og slá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Eins og Þorgeir Hávarsson sagði;

"Eigi skal velja frið ef ófriður er í boði"

Níels A. Ársælsson., 2.12.2007 kl. 13:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband