Leita í fréttum mbl.is

Þá siglt er í öfuga átt ...

Merkilegt. Ætluðu að draga bátinn fra Ólafsvík til Reykjavíkur en lentu í Stykkishólmi ! Eitthvað einkennileg navígasjón það ... Nema hinir drátthögu siglingafræðingar hafa ætlað lengri leiðina til Reykjavíkur og þræða ströndina norður um land og koma loks siglandi með Fanneyju RE 31, sem smíðuð var 1967, úr sömu átt og Ingólfur landnámsmaður þá hann röri til Reykjavíkur úr Norvegi, sem aldrei skildi verið hafa. En nú er Fanney RE 31, sem smíðuð var 1967, sem sé sokkin, rétt eins og kútter Lars sem var lekahrip, en annars bara ágætt skip. En kútter Lars hafði þó einn leiðinda löst, sem þannig er lýst: ,,Og hátt hann sigldi um hafið blátt, / en aldrei reyndar í rétta átt." 
mbl.is Sökk í Stykkishólmshöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Ingi Guðmundsson

minnir að það hafi vegna þess að eigandi bátsins vildi setja hann í slipp í Stykkishólmi en það varð aldrei neytt úr því

Ágúst Ingi Guðmundsson, 2.12.2007 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband