Leita í fréttum mbl.is

Stórmennið félagi Chavez og sósíalísk Suður-Ameríka

Það dylst víst fáum lengur að félagi Hugo Chavez, forseti Venusúela, sé mikilmenni. Meira að segja örgustu hægrimenn eru farnir að viðurkenna þá staðreynd fyrir sjálfum sér í hálfum hljóðum. Enda eru þeir skíthræddir við félaga Chavez, sem frá upphafi forsetaferils síns hefur boðið ójafnaðarhyski heimsins birginn af fáheyrðu hugrekki sem aðeins stórmennum er gefið. Auðvitað ætlar félagi Chavez að koma upp sósíalísku hagkerfi. Nema hvað? Hans áform hljóða uppá að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 stundir, koma upp mannsæmandi félagsleg kerfi, efla læsi meðal íbúa landsins og bæta heilsugæslu meðal fátækustu íbúanna. Gegn þessum sósíalisma félaga Chavez djöflast auðvald heimsins með stríðsglæpamanninn og sjálfstæðismanninn Georg W. Bush fremstan í flokki. Það er svo sannarlega nauðsynlegt, að félagi Chavez og hans fólk, nái sem mestum árangri í baráttu sinni við að skapa alþýðunni í Venusúela mannsæmandi þjóðfélag. Ég lít þannig á að ævintýrið í Venusúela sé aðeins byrjunin - markmiðið er að sjálfsögðu sósíalísk Suður-Ameríka. Og hvað sem hver segir, skriðan er farin af stað ...    
mbl.is Chavez vill aukin völd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Lengi lifi þeir félagar Kastró og Chavez !

Níels A. Ársælsson., 2.12.2007 kl. 22:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband