Leita í fréttum mbl.is

Jólakonur fyrir jólasveina - strax !

Ég hefi lengi velt fyrir mér hvernig í andskotanum getið staðið á að jólasveinarnir 13 séu allir karlkyns. Þrátt fyrir glæsilega framgöngu fémínísta á öllum vígstöðvum, situr allt við sama í jólasveinabransanum, sem er algerlega ótækt á 21. öldinni. Ég geri þá kröfu, að a.m.k. sex af karljólasveinunum verði þegar í stað reknir til síns heima, en í þeirra stað verði fengnar jafnmargar jólakonur. Ég legg til, að jólasveinunum Gluggagægi, Skyrglámi, Pottaskefli, Kjétkróki, Bjúgnakræki og Kertasníki verði stampað. En í þeirra stað komi jólakonurnar Kisulóra, Pönnutuska, Bjúgnakrækja, Vodkasníkja, Piltagýma og Buxnaþefja. Ef þessi frábæra hugmynd mín nær fram að ganga, yrði það tvímælalaust einhver mesti stórsigur jafréttisbaráttunnar frá upphafi. Og reynið þið svo að bera upp á mig að ég sé ekki dugandi fémínísti.


mbl.is Sveinki fékk far með þyrlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fríða Eyland

Góður jólaandi hjá yður, sko Grýla á samkvæmt ýtrustu rannsóknum um það bil fimmtíu afkvæmi, sirka jafn mörg að hvoru kyni ef grúskað er djúpt í fræðin. Ég er því miður búin að gleyma mestu af þeim fróðleik sem ég viðaði að mér í den en fullviss að þessi góðu heiti sem þú stingur uppá séu unic, Leiðindaskjóða held ég samt að mig rámi í að ein dóttirin hafi verið nefnd, með fyrirvara.

Femenistar vita þetta, þær þekkja sögu frægu jólasveinanna, þannig var þegar þeir voru uppgötvaðir var hér karlaveldi mikið, svo mikið að nútímafólki hryllir við lýsingunum. Þá kemst ég loks að kjarna málsins, þessir13 frægustu eru einnig hefð, rétt eins og þjóðsöngurinn þó að saga hans sé mun styttri og þar af leiðandi er aðeins veikari hefðin gagnvart honum en samt nær hún að hjartarótum þjóðarinnar svona liggur í þessu ... 

Fríða Eyland, 5.12.2007 kl. 18:41

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ójá, það er víst aungvu logið um góðan jólaanda þegar ég er annarsvegar.

En svo ég víki að merg málsins, þá skal ég fúslega viðurkenna að hagsmunir Leiðindaskjóðu voru mjög fyrir borð bornir þegar mér láðist að tilnefna hana fyrir jólakonu. Úr því verður bætt núna: Ég legg semsé til að þeim arma þrjót Hurðaskelli verði vísað úr jólasveinaliðinu og hans stað komi téð Leiðindaskjóða. Þar með verða konur komnar í langþráðan meirihluta þegar jólasveinar verða taldir.

Þá legg ég einnig til að illfyglið og mannætan Grýla verði endurkyngreind, karlæg fundin og heiti héðan í frá Groddi, eða jafnvel Graddi. Hin kvenlegi Lepplúði verði á sama hátt endurkyngreindur og í framhaldi af því nefndur Lúðaleppa.

Ef þessar viðbótartillögur mínar ná fram að ganga þýðir það ekki minna en fémínístabylting.

Jóhannes Ragnarsson, 5.12.2007 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband