Leita í fréttum mbl.is

Sönglist Bo og Garðars Hólm

Ekki veit ég gjörla hvernig á því stendur að þegar ég heyri sagt frá söngskemmtunum stórsöngvar dettur mér alltaf Garðar Hólm í hug. Eins og menn muna, þá bar Garðar Hólm heimssöngvari hróður Íslands vítt og breitt um veröldina með tónmennt sinni; söng fyrir kónga og keisara og annað fyrirfólk sem og páfann í Róm, sem, að sögn, lauk miklu lofsorði á list íslendingsins. Ekki var heimsöngvar þessi mikið fyrir að eyða söng á landa sína. En lokatónleika sína hélt hann þó á Íslandi fyrir móður sína, sem raunar var eini áheyrandinn fyrir utan undirleikarann Álfgrím Hansson sem knúði orgelharmóníum söngnum til styktar og frekari upphafningar. Nú ætla ég mér ekki þá dul að reyna að halda fram, að nokkur núlifandi söngvari, íslenskur, að Bo Hall meðtöldum, komist nokkru leyti með tærnar í námunda við hælana á Garðari Hólm þegar söngur er annarsvegar. Hinsvegar er viðleitni Bó og annarra slíkra að halda uppi sönglist á Íslandi virðingarverð, þó þeim verði aldrei boðið að flytja list sína fyrir kónga, keisara og páfa. Björgvin Halldórsson verður því að láta sér lynda að fá náðasamlegast að orga yfir lítt tónelskan almúgann í Laugardalshöllinni á jólaföstunni, sjálfum sér til dýrðar en öðrum til nokkurrar Þórðargleði.   


mbl.is Björgvin í jólaskapi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Þórdís Bára Hannesdóttir, 9.12.2007 kl. 10:53

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þú ert svo Guðdómlega jákvæður alltaf, hressandi, kátur og með mýkri mönnum sem maður fyrir hittir á Moggablogginu.  Haltu þessu áfram, og þú munt gloríuna sjá og finna.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 9.12.2007 kl. 22:45

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ekki ætla ég að neita því að ég sé jákvæður, jafnvel Guðdómlega jákvæður ef út í þann sálm er farið.

En hver er þessi Gloría sem þú segir að ég eigi eftir að sjá og finna?

Jóhannes Ragnarsson, 10.12.2007 kl. 07:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband