Leita í fréttum mbl.is

Heilnæmi klósettvistar

Það er ekki að því að spyrja: karlfjandinn vildi heldur lokast inni á barnum en klósettinu. Satt að segja held ég samt, að hann hafi verið betur geymdur á klósettinu þessa fjóra daga, hann gerði a.m.k. ekkert af sér á meðan. Og þó hann hefði drukkið uppúr salernisskálinni má ganga að því vísu að hann hefði ekki orðið vitlaus og timbraður af því, öfugt við ef hann hefði dandalast sí-drekkandi brennivín á barnum í heila fjóra daga. En nú er karluglan sloppin út af klósettinu og sestur að á barnum og af því má sjá að honum hefði ekki veitt af að dúsa fjörutíu daga og fjörutíu nætur á hinu rómaða salerni. Eftir slíka maraþonvist hafði hann komið út af klósettinu eins og vængjaður mannkynsfrelsari.


mbl.is Fastur á salerni í fjóra daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband