Leita í fréttum mbl.is

Sjúkraskrárnar úti í bæ

Ekki hafði ég gert mér grein fyrir að þessi undarlegu fyrirbæri sem kalla sig ,,sjálfstætt starfandi sérfræðinga" í læknisfræði létu vinna sjúkraskrár sjúklinga sinna úti í bæ. Og nú ætlar semsagt sjálfur Landspítalinn að taka sömu vinnubrögð upp eftir hinum sérfróðu peningageðsjúklinum í læknastétt. Ef fram fer sem horfir munu blessuð sanngjörnu tryggingafélögin okkar taka að sér ritun sjúkraskrá landsmanna. Það eru áreiðanlega mörg brillíant hagræðingartækifæri fólgin í þessháttar fyrirkomulagi. Enda er um að gera að græðgisvæða sjúkdómaatvinnuveginn sem allra-allra mest. 
mbl.is Sjúkraskrár ritaðar úti í bæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband