Leita í fréttum mbl.is

Jólakötturinn át fimm manna fjölskyldu í fyrrinótt

Þau stórtíðindi urðu í Hafnarfirði í fyrrinótt að hinn nafnkunni Jólaköttur át fimm manna fjölskyldu inni í íbúð þeirra á fjórðu hæð í fjölbýlishúsi. Þegar upp komst um ódæðið var meidýraeyði bæjarins gert viðvart og kom hann óðar á vettvang. Eftir að meindýraeyðirinn, ásamt lögregluþjóni, hófu leit að óargadýrinu hefur ekkert til þeirra spurst þrátt fyrir mikla leit fjölmargra björgunarsveitarmanna. Afturámóti sást til Jólakattarinns í kvöld hvar hann las sig upp vegg á höfuðstöðvum eins mesta fjármálafyrirtækis landsins. Er hald manna að ætlun hans hafi verið að ná sér í lyktarsýnishorn af forstjórum fyrirtækisins og aðaleigendum svo hann geti þefað þá uppi úti í bæ. Hér áður fyrr nægði þessari bleikálóttu skepnu að éta óþekk börn á jólaföstunni, en nú virðist Jólakötturinn vera að færa sig uppá skaptið því ekki er annað að sjá en en hann sé farinn að hafi uppi útispjót með að veiða sér vel holdgaða kapítalista til átu. - Og er það vel.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég veit ekki betur en hann sé al-íslenskur.

Jóhannes Ragnarsson, 19.12.2007 kl. 22:56

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Verst hvað þetta fer illa með kattargreyið. Nú er kjötið ekki lengur magurt, heldur vel feitt og sýlspikað sem að hann þarf að nærast á. En nú tröllríða feitir hamborgararassar öllu þjóðfélaginu :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 19.12.2007 kl. 23:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband