Leita í fréttum mbl.is

Gróf árás á íslenskan iðnað

Það er óhætt að segja að illa sé búið að íslenskum iðnaði þegar lögregla getur komið þjótandi eins og þjófur að nóttu og lokað heilu verksmiðjunum í fullum rekstri að eigin geðþótta. Það hefur löngum þótt ágæt búbót og atvinnuskapandi að framleiða spíritusinnihaldandi gleðigjafa til sölu og eigin þarfa og þeir menn sem það iðja kallaðir bjargvættir og sannir mannvinir undir vissum kringumstæðum. Mér finnst að ríkisstjórnin, með iðnaðarráðherra í broddi fylkingar, ætti þegar í stað að taka fram fyrir höndurnar á lögreglunni og tryggja áframhaldandi starfsemi verksmiðjunnar sem lögregluófétin lokuðu í gærkveldi. Og vér skulum muna hið fornkveðna, að ljúfur landi linar þraut.  


mbl.is Bruggverksmiðja fannst í heimahúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband