Leita í fréttum mbl.is

Ókræsilegur félagsskapur á Bessastöðum

Það var fremur ókræsilegur félagsskapur sem forseti Íslands boðaði til fundar við sig á Bessastöðum kl. 10:30 í morgun. Samkvæmt hefð er þessi samkoma kölluð ,,ríkisráðsfundur" en ætti, samkvæmt eðli stöðunnar í dag, að heita eitthvað annað, t.d. uppskafningamót eða eitthvað í þá veruna. Ég vil meina að það sé ekki samboðið íslenskri þjóð að hina svokölluðu ,,ríkisráðsfundi" sitji fólk eins og Guðlaugur Þór Þórðarson, Össur Skarphéðinsson, Einar Kr. Guðfinnson, Árni Matthísen, Björgvin Sigurðsson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Kristján Möller og Björn Bjarnason. Það er, þegar alls er gætt, ekkert gamanmál fyrir almenning að sitja uppi með annan eins ruslahaugamat og ríkisstjórn Íslands er. 
mbl.is Ríkisráðsfundur á Bessastöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Jói, kallarðu "Þingvallabandalagið" ruslahaugamat? Finnst þér ekki nær að td. stóra barnið í samgönguráðuneytinu ljúki leikskólagöngunni áður en hann fer á haugana. Annars virðist breytinga að vænta í hópnum. Geir ætlar að henda út restinni af Davíðsstjörnunni, þe. Birni. Verður Mattinn ekki að fylgja? Er hann ekki einn angi stjörnu Davíðs?

Annars gleðilegt nýár og takk fyrir margar góðar athugasemdir á árinu sem er að líða.

Þórbergur Torfason, 31.12.2007 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband