Leita í fréttum mbl.is

Bleyðimenni á dauðadeild

Ekki er að sjá að dvöl Kenny Richey að dauðadeild í Ohio hafi verið honum nema í meðallagi heilsusamleg því hvað eftir annað hefur litlu munað að hann yrði sjálfdauður úr hjartveiki meðan hann beið þess að vera leiddur á höggstokkinn. Þessi krankleiki hr. Richey er stórundarlegur, svo ekki sé stærra tekið uppí sig, þar eð löng bið eftir aftöku er undantekningarlaust holl til líkama og sálar fyrir þann sem á að hengja. Til eru dæmi um að Fyrirmyndarfangar á dauðadeildum hafi sökum kapps og áræðis ekki mátt vera að því að bíða eftir að vera embættaðir og hengt sig sjálfir, eða lógað sér á einhverna annan viðkunnanlegan hátt og haft fulla sæmd af. En þessi skoski spólurokkur, hr. Richey, virðist vera annarar og lakari gerðar en vejulegir, frómir og dugmiklir menn sem hafa verið dæmdir til deyðingar. Sennilega er þessi þorpari rakið bleyðimenni og líklega haldinn ergi í þokkabót og þar með fjarri því líklegur til að vinna það stórafrek sem þarf til að verðskulda heiðarlegan dauða í sérhönnuðum elektrónískum hægindastól.   
mbl.is Látinn laus eftir 21 ár á dauðadeild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Get nú ekki annað en glott yfir því hvernig þú tæklar þetta mál

Brynja Hjaltadóttir, 8.1.2008 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband