Leita í fréttum mbl.is

Á ruslahauga ómennskunnar

Það er áreiðanalega margt sem Keflavíkur-Stjáni hjá verkalýðssamtökunum með skrítna nafnið skilur ekki. Eitt með öðru sem þessi andverkalýðssinnaði stagkálfur áttar sig ekki á, eða ölluheldur vill ekki átta sig á, er að kröfugerð í kjarasamningum uppá minni laun en fólk getur lifað á með fullri reisn fyrir 40 stunda vinnuviku er lítið annað en ósvífin kaldhæðni. Í þessu sambandi er vert að geta, að Kristján þessi Gunnarsson formaður Starfsgreinasambands Íslands, hefur ítrekað staðið fyrir klofningi samtaka verkafólks þegar komið hefur að kjarasamningum. En Krisján er sem kunnugt er eitt aðalhjólið undir svokölluðu Flóabandalagi sem virðist hafa það að markmiði að halda launum verkafólks niðri. Að þessi auðvirðilegi manngarmur, ásamt lagsbræðrum sínum, sé í forsvari fyrir landssamtök verkafólks hljómar í mínum eyrum eins og verið sé að gera grín að verkalýðsstéttinni. Fyrir mína parta er ég búinn að fá yfir mig nóg af hugsjónalausum og svikulum verkalýðssamtakarekendum og tel mál til að komið að kasta þeim auðvirðilega lýð á ruslahauga ómennskunnar. Í framhaldi af slíkri nauðsynlegri hundahreinsun myndi fólkið sjálft verkalýðsvæða samtök sín í sína eigin þágu. 
mbl.is Skilur ekki hvað Vilhjálmi gengur til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband