Leita í fréttum mbl.is

Steranautn vs vatn og brauð

,,Í stríði er allt fallvaltleikanum háð" er haft eftir Napóleon gamla sem var um sína daga ástríðufyllstur allra á blóðvöllum heimsins. Sama er að að segja um almenna íþróttaiðkun nútímans, þar sem hinn sanni íþróttandi stendur og fellur með því hvort árangursaukandi lyfjaát keppenda kemst upp eða ekki. Nú hefur hin elskaða og dáða hlaupaskessa, Maríjóna Jónsdóttir, orðið hinum leiðigjarna fallvaltleika að bráð, líkt og Napóleon sálugi mátti reyna, og er nú að leiðarlokum ferils síns orðin fangelsismatur, rétt eins og franski hernaðaríþróttarfrömuðurinn eftir kappleikinn við Waterloo forðum daga. Ekki er að efa að Maríjóna mun hafa gott af friðsæld fangelsislífsins og skal ég hundur heita og svo framvegis, ef heimsmetin verða ekki í jafnmikilli hættu og á steraátsjólum hennar þegar hún kemur þjótandi út um fangelsishliðið eftir sex mánaða þjálfun upp á vatn og brauð. 
mbl.is Marion Jones dæmd í sex mánaða fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband