Leita í fréttum mbl.is

Pólskur vodki í stólpípu

Þegar ég las um þann ráðagóða í Texas sem tók upp á að skenkja sér áfengi gegnum stólpípu varð mér fyrst fyrir að hugsa til allra þeirra ágætu íslendinga sem gert hafa heimsókn sína til Póllands uppá síðkastið þeirra erinda njóta þar í landi uppbyggjandi stólpípumeðferðar. Mér dettur nefnilega ekki til hugar að pólverjarnir, ef ég þekki þá rétt, láti framhjá sér fara að blanda dálitlum vodka wybarowa saman við glundrið sem þeir dæla síðan upp í blágörnina heilsusinnuðum íslendingum.    
mbl.is Banvænt sérrí í stólpípu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þú verður að fara að skella þér til Póllands. Það gólar í þér görnin.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 12.1.2008 kl. 21:18

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég ætti nú ekki annað eftir, Vilhjálmur minn góður, en að fara til Póllands til að undirgangast íslendingastólpípu og borga í þokkabót stórfé fyrir uppáhellinguna.

Jóhannes Ragnarsson, 12.1.2008 kl. 21:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband