Leita í fréttum mbl.is

Ţađ átti ađ láta hendur skipta í Ráđhúsinu í dag

Ég varđ satt ađ segja fyrir mikilum vonbrigđum međ allt ţađ fólk sem mćtt var á palla Ráđhúss Reykjavíkur í dag. Ekki vantađi ađ hafđur vćri uppi hávađi og gauragangur líkur ţví sem hafđur er um hönd á íţróttakappleikjum og pallafólki tćkist ađ ćsa upp til reiđiláta ţá geđprúđu sjálfstćđisstúlku Hönnu Birnu sem er ađ öllu jöfnu víđfrćgt stillingarljós og gleđigjafi á hverju heimili ţegar hún kemur fram í sjónvarpi og útvarpi.

Ef einhver raunverulegur lífsneisti hefđi veriđ í mótmćlendum í Ráđhúsinu og utan ţess, hefđu ţeir ađ sjálfsögđu lagt ţegar í stađ til atlögu viđ VillaVill, Ólaf F. og ţeirra meirhlutafólk og fleygt ţví öllusaman út í Reykjavíkurtjörn. Og hafi Tjörnin veriđ ísi lögđ í dag, hefđi veriđ hćgur vandi ađ brjóta ţar á dulitla vök svo hćgt hefđi veriđ ađ bleyta ađeins í eignunum. Ţá tel ég ađ mótmćlendur hefđu átt ađ fara ađ dćmi reykvískra verkamanna 1932 og brjóta allt og bramla í fundarsal borgarstjórnar. Slíkar ađgerđir hefđu ađ sjálfsögđu boriđ skjótan árangur og komiđ í veg fyrir fúkka- og subbumeirihluta VillaVill og Láfa Flista í eitt skipti fyrir öll.

En auđvitađ var ekki viđ ţví ađ búast ađ krútt- og kókópuffsćskan sem hélt uppi handboltastemmningu á pöllum Ráđhússins í dag hefđi nokkurn urmul ađ kjarki og ţori verkamannanna sem ráku Bćjarstjórn Reykjavíkur á flótta međ alvörutiltektum áriđ 1932. En viđleitni ţeirra er samt ágćt útaf fyrir sig og vonandi upphafiđ ađ einhverju meiru og beittara. Ţví er ekki annađ hćgt ađ segja en: Áfram krakkar, ţiđ eruđ á réttri leiđ !!! Ţađ skal ganga betur nćst !!!


mbl.is Hávćr mótmćli í Ráđhúsinu
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til upprifjunar:

Ólafur F. í Silfrinu 2. des. 07
Hér er slóđ á viđtal viđ Ólaf F. Magnússon í Silfri Egils 2. desember síđastliđinn:

http://http.ruv.straumar.is/static.ruv.is/geyma/olafurf.2007-12-02.wmv


Kristján Ţór Júlíusson um nýja meirihlutann í Reykjavík:
http://www.visir.is/article/20080124/FRETTIR01/80124016


Hér er ţví haldiđ fram ađ sjálfstćđismenn hafi lekiđ upplýsingum um heilbrigđisvottorđ

Ólafs F,Magnússonar:

http://eyjan.is/hux/2008/01/22/bjortu-hli%c3%b0arnar/


kv. gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráđ) 24.1.2008 kl. 18:28

2 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Í ljósi ţess hve almenn mótmćli eru vanţróuđ hér á landi ţótti mér ţetta nú eiginlega framar vonum. Ţađ hlýtur ađ vera ömurlegt ađ taka viđ undir ţessum kringumstćđum og til ţess var leikurinn gerđur, ađ koma reiđi almennings í Reykjavík til skila inn í ráđhúsiđ og láta hana dynja á ţeim sem eiga hana skiliđ.

Haraldur Rafn Ingvason, 24.1.2008 kl. 18:32

3 Smámynd: halkatla

tek undir ţetta allt nema kaldhćđnina!

halkatla, 24.1.2008 kl. 18:38

4 Smámynd: Ţórdís Bára Hannesdóttir

Allla veg gott framtak verđ ég ađ segja.  Betra en ekkert.

Ţórdís Bára Hannesdóttir, 24.1.2008 kl. 18:58

5 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

....ţađ verđur sennilega smá biđ á byltingunni, en ţađ koma tímar...

Georg P Sveinbjörnsson, 24.1.2008 kl. 19:55

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ójá, ţađ koma tímar og koma ráđ.

Ţađ góđa viđ jarđhrćringarnar í borgarstjórn Reykjavíkur er ađ almenningur hefur fengiđ dálítiđ meiri og áţreifanlegri, ef svo má ađ orđi komast, tilfinningu fyrir óheilindunum, lygunum og skítaskapnum sem viđgengst í pólitíkini.

En byltingin kemst á dagskrá aftur. Ţađ er jafnvíst og á eftir nóttinni kemur dagur - enda fullkomlega órökrétt ađ álykta annađ ... 

Jóhannes Ragnarsson, 24.1.2008 kl. 20:18

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband