Leita í fréttum mbl.is

Köstuðu Hallgrími út á götu

Fyrir tilviljun átti hagyrðingurinn Hallgrímur Pétursson verkamaður leið um Sunnusal Hótel Sögu í dag, en þá stóð einmitt yfir kjördæmisþing reykvískra sjálfstæðismanna. Þegar Hallgrími varð litið yfir þá bragglegu hjörð sem þar var að verkum mælti hann viðstöðulaust af munni fram:

Hér máttu, sál mín, sanna,
svo gengur það til víst;
ástundan illvirkjanna
umhyggju vantar síst.
Árla þeir blundi bregða,
binda fast öll sín ráð,
klóklega hrekkjum hegða;
hver sem þess fengi gáð.

 

Þegar reykvískir sjálfstæðismenn heyrðu versið, lögðu þeir þegar í stað höndur á Hallgrím verkamann og fleygðu honum út á götu.


mbl.is Sjálfstæðismenn ræddu borgarmál á kjördæmisþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þennan sama dag álpaðist Hjálmar nokkur Jónsson fyrverandi sauðfjárbóndi og flækingur inn á fund Sjallanna, en hann ku hafa talið sig vera á knæpu og hugði gott til glóðarinnar.

Er Hjálmar sá hvers kyns var þá heyrðu þeir Sjallar sem næst stóðu hvar hann mælti að því vitist í minni samkomunnar.

Félagsbræður ei finnast þar,

af frjálsum manngæðum lítið eiga,

eru því flestir aumingjar,

en illgjarnir þeir, sem betur mega.

Níels A. Ársælsson., 27.1.2008 kl. 11:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband