Leita í fréttum mbl.is

Svandís geri hreint fyrir sínum dyrum

untitledÍ Staksteinum Morgunblaðsins í dag, 27. janúar, segir meðal annars: Vinstri grænir komust hinsvegar í lykilstöðu. ,,Öllum var ljóst, að þeir áttu þann kost að mynda meirihluta í borgarstjórn með Sjálfstæðisflokknum og með Svandísi Svavarsdóttur sem borgarstjóra. En sennilega var þeim sjálfum ekki ljóst, að Sjálfstæðisflokkurinn átti líka annan kost. Svandís hikaði. Kanske hafði hún sjálf ekki kjark til að stíga þetta skref. Kanske hafði hún ekki nægilegan stuðning innan flokks síns."

Ef mark er takandi á orðum Staksteina í dag, hefur Svandís Svavarsdóttir átt í alvarlegum viðræðum á bak við tjöldinn við sjálfstæðismenn um myndun meirihluta. Sé það rétt, færi best á að Svandís gerði hreint fyrir sínum dyrum og segði sannleikann opinberlega, hver sem hann er. Þegi hún þunnu hljóði, verður að skoða slíkt framferði sem staðfestingu á að hún sé sek í málinu og þá fer líka um leið fækkandi fjöðrum heiðarleika hennar og sannleiksástar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Ef mark er takandi á orðum Staksteina

Það er þetta "Ef".  Eru Staksteinar nú orðin uppspretta sannleikans? Auk þess, hvar í þessum orðum kemur fram að viðræður hafi farið fram? Öllum sem kunna að reikna er ljóst að hægt var að raða öðruvísi upp í meirihluta, það er ekki þar með sagt að viðræður hafi farið fram.

Þetta sem þú ert að reyna heitir að búa til fréttir. Búa til hænu úr einni fjöður.

Kristjana Bjarnadóttir, 27.1.2008 kl. 18:47

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég mótmæli því auðvitað harðlega, Kristjana, að ég sé að ,,reyna að búa til fréttir" um meint daður, að ég ekki segi ástarsamband, Íhalds og VG í borgarstjórn Reykjavíkur. Hvað eftir annað hefur þessi kvittur skotið upp kollinum, bæði manna á milli og í fjölmiðlum. Það er nefnilega ýmislegt sem gerist í Edens fínum rann. En hvað um það, þá eiga flokksmenn og kjósendur VG heimtingu á að Svandís Svavarsdóttir geri hreint fyrir sínum dyrum varðandi meint meirihlutapukur hennar með Íhaldinu. Ef VG er saklaust af slíku íhaldsdaðri, ætti Svandísi og hennar kammerötum að veitast létt hreinsa sig af því. Aðalatriðið er samt að þetta fólk segi sannleikann því ég veit að mjög margir félagar í VG líta á allt íhaldsdaður af hálfu VG-forustunnar mjög alvarlegum augum og flokka þessháttar háttalag hiklaust undir sviksamlegt athæfi og óheiðarlegt úr hófi fram.     

Jóhannes Ragnarsson, 27.1.2008 kl. 19:13

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég mundi nú ekki gera mikið með skrif mogga í dag og alls ekki um neitt sem snýr að málefnum Reykjavíkurpólitíkur. Moggi hefur tekið þann kostinn að róta upp eins miklum skít og drullu og mögulegt er, í þeirri von að ná að dreifa athygli fólks. Það er hinsvegar ekki að virka sýnist mér nema bara á einhverja innvígða sem kaupa allt frá staksteinum.

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 28.1.2008 kl. 00:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband