Leita í fréttum mbl.is

Miskunsami samverjinn með þjófagrímu

Jahérna. Það vantar ekki bölvaða hræsnina og yfirdrepsháttinn í ófétin hjá HB Granda. Og nú á að fegra sig útávið, með aðstoð Vinnumálastofnunnar, og troða snuði uppí Skagamenn með því fremja ,,góðverk" á verkafólkinu á Akranesi sem þetta ófyrirleitna fyrirtæki er að svipta störfum. Halda þessar fígúrur sem stjórna HB Granda að einhver námskeið fyrir þá sem þeir eru að gera atvinnulausa vegi uppá móti kvótanum sem þeir eru að ræna af Akurnesingum? Þvílíkt andskotans pakk og aumingjar! 

Boðskapur hinna góðgjörnu HB-grandverja  hljóma í mínum eyrum  á líkan veg og  biskupinn tæki uppá að kenna, að miskunsami samverjinn, sem frá er sagt í Biblíunni, hafi verið með þjófagrímu fyrir andlitinu og kúbein í rassvasanum þegar hann framdi góðverkið á náunga sínum. 


mbl.is HB Grandi og Vinnumálastofnun í samstarf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Og nú er miskunarsami samverjinn sá hinn sami og keypti Elton John til landsins og lét gripinn söngla fyrir sig fimmtugan fyrir litlar 120 milljónir.

Óli Óla títt kendur við Samskip hf, og einn aðalþjófurinn á sjóðum gamla Sambandsins sáluga og einkavinur Finns nokkurs Ingólfssonar.

Óli þessi komst yfir 33% hlut í HB-Granda með heldur vafasömum hætti í gegnum glæpafélag KB-Banka og stjórnar hann nú herferðinni á bak við tjöldin.

Plottið er að reka Faxaflóahafnir, borgarstjórn og bæjarstjórn Akranes til hlýðni í þeim tilgangi að mölva niður fiskvinnslu Granda í Reykjavík og græða á lóðarbraski.

Fyrr fá ekki Akurnesingar sína fiskvinnslu til baka.

Níels A. Ársælsson., 1.2.2008 kl. 00:02

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það lá að, að það væri einhver framsóknarböðlatenging fólgin í skagagaldri HB Granda. Þarna er þá semsagt hinn alkunni ný- samvinnusósíalismi framsóknarmanna á ferðinni.

Jóhannes Ragnarsson, 1.2.2008 kl. 07:22

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þær teygja sig víða framsóknarklækjaklærnar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.2.2008 kl. 09:46

4 Smámynd: Fríða Eyland

Mér sýnist Níels vera að lýsa plottinu, framsókn í allri sinni dýrð það þarf byltingu til að snúa þessari ömurlegu þróun við...

Fríða Eyland, 1.2.2008 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband