Leita í fréttum mbl.is

Kynvillingurinn í þvottabalanum

Þetta gerðist löngu áður en hugtökin samkynhneygður, kynhverfur og hommi voru fundin upp. Þess í satð brúkuðu menn orð eins og kynvillingur, öfuguggi og sósdómískur þegar fjallað var um fyrirbærið.

Samkynhneygður maður úr Reykjavíkhafði tekið sig upp einn veturinn og farið út á land á vertíð. Ekki lét manngarmur þessi mikið á sér bera, vann bara sína vinnu af samviskusemi og dugnaði. En fólkið í verstöðinni var furðu fljótt að skynja, að sitthvað í fasi hans og látæði benti eindregið til að hann hefði eitthvað óhreint í pokahorninu; það var ekki síst röddin sem kom uppum pilt, en hún var bæði geldingsleg og væmin.

Fregnin um að sódómískt viðrini væri komið á vertíð og farið að vinna í saltfiski, barst eins og eldur í sinu um þorpið. Nánast enginn heimamaður hafði séð svona grip áður; hingað til hafði ekkert í þessum dúr raskað ró þeirra svo vitað væri. Og það sló annarlegri þögn á gjörvallt byggðarlagið með lágværum getgátum og hvískri, eins og eitthvað djöfullegt væri komið á stjá.

Kvöld eitt reistu óprúttnir götustrákar stiga undir gluggaborunni á verbúðarherbergi þessa nýstárlega manns því þá fýsti að sjá með eigin augum hvað slíkt undur af manni hefðist að í einrúmi innan fjögurra veggja. Þeir fóru að öllu með gát, og í miklu og fyrirmyndarríku bróðerni skiptust þeir á að klifra upp stigann til að gægjast inn. Og strákarnir urðu ekki fyrir vonbrigðum því innan við gluggann blast við þeim stórfengleg og framandi sjón: Á herbergisgólfinu miðju gaf að líta kvikindi í mannsmynd sem sat samankreppt og alsbert ofaní stórum þvottabala og virtist bera að baða sig.

Morguninn eftir vissi hvert einasta mannsbarn í þorpinu um athæfið, sem þótti bera glöggt merki um viðbjóðslegt óeðli. - Manni verður flögurt við að heyra svonalagað, sögðu karlarnir og hrisstu á sér axlirnar, en konunar áttu bara ekki til eitt einasta orð í eigu sinni.


mbl.is Vissi ekki að Freddy Mercury væri samkynhneigður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þetta sannar það sem ég hef alltaf verið að segja. Þorparar fara ekki í bað fyrr en kvótaleysi hefur pínt þá til Reykjavíkur.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 9.2.2008 kl. 22:47

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Hefur þú það ekki bara ágætt í skápnum Sveinn?

Og Vilhjálmur: Fyrir daga kvótakerfisins höfðu ,,þorparar" annað og þarfara að gera en að liggja í baði. Þá var litið svo á, að þeir sem alltaf voru að baða sig væru veiklaðir aumingjar og kirkjugarðsmatur.

Jóhannes Ragnarsson, 10.2.2008 kl. 10:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband