Leita í fréttum mbl.is

Friðbjörg í Unuhúsi og Jóakim

Alki

,,Af drykkjuskap Jóakims er það sannast að segja, að hann var sífullur allan sólarhringinn, á meðan hann dvaldist í Unuhúsi.  Jóakim var alltaf á ferð og flugi. Hann var kurteis maður og kvensamur. Allar stúlkur kallaði hann elsku yndið sitt. Jóakim þjáðist af lekanda. Hann kvartaði sáran undan þeim sjúkdómi, hve þrálátur hann væri og hvimleiður. Lekandann mun hann hafa fengið af vinnukonu Unu, Friðbjörgu að nafni. Friðbjörg þessi var kynjuð austan úr sýslum. En þá var hún opinber skækja í Reykjavík og stallsystir Guddu gröðu. Verður Friðbjargar getið nánar síðar.

Jóakim svaf hjá Friðbjörgu öllum nóttum þær þrjár vikur, sem hann var í Unuhúsi. Þrjá daga samfleytt varð hann að liggja í rúminu vegna lekandans. Vitjaði hans þá læknir. Hendrik Erlendsson læknanemi minnir mig það væri. Hann bannaði Jóakim að hafa afskipti af kvenfólki. En það mikils mat Jóakim læknisráðið, að venjulega tók hann Friðbjörgu sína upp í til sín, að læknisskoðun lokinni. Það bar við nokkrum sinnum, að Una kom að þeim í bælinu. Dreif hún þá Friðbjörgu á fætur með vorkenningum og fyrirbænum, en sagði okkur hinum, að aldrei á ævi sinni hefði hún þekkt önnur eins vandræðasvín. Lauk hún máli sínu venjulega á þessa leið: ,,Þetta er meiri aumingjaskapurinn. Þetta eru brjóstumkennanlegar manneskjur." (Í Unuhúsi eftir Þórberg Þórðarson)


mbl.is Vilja friða Unuhús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Góður !

Níels A. Ársælsson., 10.2.2008 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband