Leita í fréttum mbl.is

Hugbúnaður fyrir fábjána

Einci Kr.Nú ku gáfumannasamfélagið Matís vera búið að sulla saman hrossalækningaforriti sem ætlað er blábjánum í útgerð. Ekki er að efa að þessi tölvuleikur á eftir að slá í gegn því hann getur aukið virði sjávarfangs uppá eigin spýtur með því einu að notandinn smelli með tölvumúsinni sinni þetta tvisvar - þrisvar sinnum. Auðvitað var E. Kr. Guðfinnsson mættur fyrstur manna til að kynna sér þessa mögnuðu tækni fyrir hlandaula og lauk auðvitað lofsorði á hundakúnstirnar.

Og hvað gerir svo undraforritið fyrir hina fávísu útgerðarjálka, sem allir eru að sjálfögðu gildir limir í LÍÚ? Jú því er svarað í fréttinni af þessum fróðárundrum:

,,Til þess að ákvarða hagkvæmasta fyrirkomulagið að veiðum með FisHmark eru m.a. skoðaðir eftirtaldir þættir: Samanburður á höfnum, leiguverð á kvóta, afköst fiskvinnslu, aflasamsetning, útflutningsálag, lokun svæða, takmörk á kvótaleigu, útgerð án fiskvinnslu og aflahlutir. Miðað við bestu lausn var 9,5% aukinn hagnaður af rekstrinum ef veitt var úti fyrir Vesturlandi í stað veiða suðaustanlands."

Því miður virðist vanta fáeina nauðsynlega fídusa í FisHmarksnilldina. Ber þar fyrst að nefna hvernig hagkvæmast sé að standa að brottkasti. Þá hafa höfundar forritsins látið undir höfuð leggjast að láta apparatið reikna jákvæðar framhjálandanir inní dæmið. Ég er algjörlega brandsjúr á, að ef þessar tvær aðgerðir væru virkar í forritinu yrði ,,besta lausnin" ekki nein helvítis 9,5% heldur 39,5% eða jafnvel þaðanaf meira. Þá mætti FisHmarkið að ósekju reikna út hagkvæmnina af gengdarlausum loðnu- og kolmunnaveiðum með tilliti til skorts á fæðu fyrir þorskfiska í íslensku fiskveiðilögsögunni.

 


mbl.is Nýr hugbúnaður stuðlar að bættri afkomu sjávarútvegsfyrirtækja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

tja ég veit ekki, en er ekki soðin ýsa í matinn á mánudögum?

Brjánn Guðjónsson, 14.2.2008 kl. 22:12

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Jú Brjánn og saltfiskur á laugardögum......

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 14.2.2008 kl. 22:19

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Ég tók eftir að þeir eru með útflutningsálagið sem var lagt af í september þarna inni. Mér sýnist hugbúnaðurinn þegar vera úreldur...?

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 14.2.2008 kl. 22:22

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

... en á þriðjudögum éta mat(v)ís(ir) kvótaslánar steikt brottkast með loðnusósu á Hotel d´Holt. Í eftirrétt er að sjálfsögðu hungurdauður hörpudiskur úr Breiðafirði...

Jóhannes Ragnarsson, 14.2.2008 kl. 22:28

5 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Þvílík þvæla maður, en eitthvað verða kvótabörnin að hafa sér til dundurs. Hafsteinn væri ekki rétt að halda fund og kynna fyrir fábjánunum hvar bestu saltfiskmiðin eru? Saltfiskurinn ku að sögn fróðra manna gefa sig best á færi Norð- Austur úr Grímsey seinni partinn í Júlí. Ekki rengjum við gömlu karlana, sem muna ekki nokkurn skapaðan hlut lengur...

Hallgrímur Guðmundsson, 14.2.2008 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband