Leita í fréttum mbl.is

Skefingu lostið auðvald

auðvaldssvínEkki er aðnnað að sjá en auðvaldið á Íslandi sé skelfingu lostið þessa dagnana. Og svo sem engin furða. Það er sem sé að koma æ betur í ljós, að ,,hagsældabylgjan mikla" með öllum sínum kárahnjúkavirkjunum, bankaeinkavæðingarsukki og útrásum var fyrst og fremst útblásin skítablaðra sem nú hefur sptungið framan í þjóðina alla. Sjónhverfingum hinna vígreifu fjármálabraskara er lokið, a.m.k. í bili, leiknum lokið, búið spil. Nú er komið að alþýðu manna að borga veisluna.

Og hver ætli beri svo ábyrgina á óhófinu og bruðlinu? Því er fljótsvarað. Það er Sjálfstæðisflokkurinn, með dyggri aðstoð Framsóknar og Samfylkingar, sem staðið hefur að hinni undarlegu, en jafnframt kaldrifjuðu, græðgisvæðingu sem fengið hefur að leika lausum hala hér á landi. Þessi frumstæða gróðahyggjumiðaða pólitík Sjálfstæðisflokksins er, þegar allt kemur til alls, fyrst og fremst tilræði við land og þjóð.

Það er lögnu tímabært að landsmenn fari að gera sér grein fyrir hverskonar óþrifnaðarmaskína Sjálfstæðisflokkurinn er; hvernig þessi lágkúrulegi flokkur græðgi og lyga teygir anga sína eins og krabbamein útum allan þjóðarlíkamann. Enn lágkúrulegara er þó að horfa uppá stjónmálaflokka sem gefa sig út fyrir að þeir byggi sína pólitík á félagshyggju, skuli þegar til kastana kemur ávalt boðnir og búnir að hjálpa Sjálfstæðisflokknum að koma sinni andfélagshyggjupólitík í framkvæmd.    


mbl.is Brýnt að grípa strax til aðgerða vegna bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2008 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband