Leita í fréttum mbl.is

Þjófafélag eða þjóðfélag ?

peningar2Ójá, þau eru mörg ránin sem framin eru í heiminum. Það vantar nú ekki. Eða segir ekki einhversstaðar á góðri bók, að við búum í þjófafélagi en ekki þjóðfélagi?

Hvaða munur er t.d. á að ræna banka með því að grafa 80 metra göng til að komast að því allra helgasta, sjálfri peningeymslunni, og hafa á brott með sér álitlega peningaupphæð, eða að gera sér lítið fyrir og sölsa undir sig heilli náttúruauðlind eftir pólitískum spillingarleiðum? Eða hafa með sér olíusamráð? Eða selja sameignir landsmanna á spottprís? Og þannig mætti eflaust lengi telja. En svona háttalag er nú einusinni kapítalisminn í framkvæmd og svo sem ekkert um það að segja ...

Munið svo, elskulegu lesendur, að kaupa bókina sem út kom í gær sem hann Hanniz okkar hérna Holmstone ritstýði. Það held ég sé upplífgandi lesmál, ekki síst fyrir öryrkja og gamalmenni.

 


mbl.is Leiðtogi þjófagengis handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband