Leita í fréttum mbl.is

Gaddavírsbykkja græðginnar og íslenskir thatcheristar

VargurinnÞað sannast á kerlinganæpunni Margréti Thatsher, að sá lifir lengst sem lýðum er leiðastur.

Auðvitað hefði átt að loka þessa óþrifnaðarskjátu inni á viðeigandi stofnun fyrir mörgum áratugum og koma þannig í veg fyrir þau spjöll sem henni tókst að vinna á hroðalegum stjórnmálaferli sínum.

Það geta allir verið sammála um að umrædd Margrét var tvímælalaust einhver öfgafyllsti þjóðarleiðtogi heimsins á síðustu öld, og er þá engan hallað. Það var t.d. gaddavírsrbykkjan Margrét Thatcher sem lét útúr sér óþverran um, að nauðsynlegt væri að ,,virkja græðgina" í fólk. Í mínu ungdæmi hefði sá sem látið þessháttar andstyggð sér um munn fara verið sleginn utanaundir með blautum sjóvetlingi og kjafurinn á honum verið skrubbaður vel og vandlega að innan uppúr grænsápu.

 Hér á landi á kerlingarskjátan sér undarlega marga aðdáendur, sem flestir, ef ekki allir, eru kunnir af últra hægriöfgum og öðrum skringilegheitum af sama meiði. Þó verður að telja hlálegt með afbrigðum, að hinir ötulustu í hópi íslensku thatcheristana skuli alla sína hunds og kattartíð verið á framfæri hins opinbera; sogið ríkisspenann af slíkri gríðar áfergju að makalaust má telja.

Því miður hagaði ólán Íslands og óhamingja hlutunum þannig, að öfgapólitík Margrétar Thatcher var leidd til önvegis hér á Íslandi. Græðgin var virkjuð og undir hana blásið af slíkum fítónsanda að vart stendur steinn yfir steini hvert sem litið er. Og enn eru hinir heilaþvegnu thatcheristar að; eftir að hafa rænt þjóðina fiskimiðunum, Landssímanum og tveimur bönkum, ásamt mörgu öðru, er röðin komin að því að siga einkavæðingarvargnum á heilbrigðis- og menntakerfið.

Eftir margra ára græðgisvæðingu og græðgisfyllirí er afleiðing veislunnar að koma í heldur betur í ljós þessa dagana: Það er semsé að koma á daginn að íslenska þjóðin er sú skuldugasta á byggðu bóli, skakkaföll blasa við eða jafnvel hrun. Það er komið að skuldardögunum og ekkert eftir annað en þakka hinum ósvífnu thatcheristum, að verðleikum, fyrir trakteringarnar .  


mbl.is Thatcher laus af sjúkrahúsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þú segir nokkuð, Þrymur Sveinsson (Þrymmsi Sveins).

Svo er nokkuð álitamál hvaða fólk er ,,fínt." Það kann t.d. ekki góðri lukku að stýra, þegar fjölgar mikið í ætt Börs Börssonar.

Svo man ég eftir harðvítugum brennivínsvarnarbæklingi sem hét ,,Ungur nemur - gamall temur" og fjallaði, að mig minnir, um íll áhrif róna og annara alkóhólsvelgja á æsku landsins. Nú væri tímabært að gefa út bækling, ungmennum til varnaðar, um græðgis- og athyglissjúka spjátrunga og samfélagsskemmandi athafnir þeirra.

Jóhannes Ragnarsson, 8.3.2008 kl. 21:30

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég gæti trúað að það yrði tekið svona álíka mikið mark á græðgispésanum og brennivínsvarnarpésanum forðum daga.

Hinsvegar er vá fyrir dyrum allra snotru viðskiptafræðinganna okkar því áframhaldandi flogaveikisástand fjármálageirans gæti haft í för með sér að fjöld viðskiptafræðinga færu hreint og beint bókstaflega í hundana.

Jóhannes Ragnarsson, 8.3.2008 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband