Leita í fréttum mbl.is

Stórfelld hryðjuverkaárás

VargurinnNú er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn, með svipu frjálshyggjunnar a vopni, hefur hafið stórfellda hryðjuverkaárás á heilbrigiskerfi, með einkavæðingu einkavæðingarinnar vegna að leiðarljósi. Og það er ekki laust við að það setji hroll að fólki enda varla hægt að flokka einkavæðingarstyrjöld Sjálfstæðisflokkins undir annað en stigamennsku af grófri tegund.

Oft var þörf en nú er nauðsyn á að almenningu rísi upp, heilbrigðiskerfinu til varnar, og stöðvi fyrirætlanir ólánsgemlingana, Guðlaugs Þórs, sem kaldhæðni örlaganna hefur gert að heilbrigðisráðherra!, og þeirra frjálshyggjueðjóta sem stjórna því auma mannkerti. Ef ekki verður hægt að koma vitinu fyrir ríkistjórnina í þessum efnum á þigræðislegan hátt verður Alþingi götunnar að koma til skjalanna og afvopna frjálhyggjulýðinn með öllum tiltækum vopnum.

Áfram VG þið eruð að standa vaktina af ábyrgð.  


mbl.is VG segir heilbrigðisstofnanir í spennitreyju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll félagi 

Framsóknarflokkurinn hefur líka verið að benda á einkavæðingu heilbrigðiskerfisins. Nú er mál að almenningur vakni og sjái hvað hægri flokkarnir eru að gera.

mbk.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 12:55

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Sammála Jói.

Það þarf að afvopna þetta hyski og koma því fyrir kattanef.

Níels A. Ársælsson., 15.3.2008 kl. 13:57

3 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Þrymur, finnst þér FL group vel rekin.  Heilsugæslan tekur tekjur sínar að mestu frá ríkinu. Ef við færum þetta upp á FL group ætti þá ríkissjóður að bjarga fyrirtækinu, ef hún hefði heilsugæslu sem hliðarbúgrein.

Rúnar Sveinbjörnsson, 15.3.2008 kl. 15:46

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Í kvöldfréttatima Ríkisútvarpsins staðhæfði Guðlaugur Þór, að hann skildi ekki hvað VG gangi til með ályktun sinni um einkvæðingardjöfulskap Sjálfstæðisflokksins í heilbrigðiskerfinu.

Sé það rétt hjá Guðlaugi Þór, að hann skilji ekki út á hvað ályktun VG gengur, er það órækur vitnisburður um að hann er alsendis ófær um að gegna starfi stjórnmálamanns.

Jóhannes Ragnarsson, 15.3.2008 kl. 19:20

5 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Eftir höfðinu dansa limirnir Jóhannes, hann getur ekkert annað sagt mannræfillinn...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 15.3.2008 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband