Leita í fréttum mbl.is

Íraksveisla í kvöld ?

íhaldsvargurÉg geri fastlega ráð fyrir að okkar ástsæli seðlabankastjóri, Davíðoddsson, og Halldór Ásgrímsson, ef hann er ekki endanlega týndur, blási til veislu í kvöld til að halda uppá að fimm ár eru liðin frá því þeir héldu í eftirminnilegan herleiðangur sinn til Írak. Geri þeir það ekki eru þeir mörgumsinnum aumari en haldið hefur verið fram að þessu; sannir stríðsmenn halda ávallt með sæmd uppá vel heppnuð stríð sem hafa orðið mörgum að fjörtjóni. Ég vænti þess að fyrrnefndir kumpánar séu sannir stríðsmenn og viljugir og gleymi ekki skyldum sínum þegar þeim ber að fagna hernaðarafrekum sínum.
mbl.is Fimm ár frá byrjun stríðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hvernig var aftur þulan?  "Já ég er sammála ákvörðuninni, hún var rétt miðað við þær forsendur sem voru fyrir hendi þegar hún var tekin"

Sigurður Þórðarson, 19.3.2008 kl. 08:03

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Megi þeir njóta vel og lengi ávaxtanna af þeirri gjörð sinni, það er ósk mín til þeirra.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.3.2008 kl. 08:17

3 Smámynd: Kári Gautason

Þetta eru stríðsglæpamenn sem tóku þessa ákvörðun í okkar nafni. Þetta var ólöglegt stríð og því eru Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddson sekir um glæpi gegn friði.

Þeir ættu í minnsta lagi að biðjast afsökunar á þessum afglöpum. 

Kári Gautason, 19.3.2008 kl. 08:28

4 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Er ekki búið að bjóða þér?

Ingibjörg Friðriksdóttir, 19.3.2008 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband