Leita í fréttum mbl.is

Hjólböruferð til Afganistan sérdeilis árangursrík

Gjeir og SollaJa, hver röndóttur. Það engu líkara en Samfylkingarmaddaman haldi í raun og sann að hún hafi bjargað heimsfriðnum með flakki sínu til Afganistan.

Það liggur við sjálft að maður fái a.m.k. væga velgju af því að lesa það sem haft er þessum fulltrúa borgarastéttarinnar og heimskapítalismans í meðfylgjandi frétt.

Og hvaða árangur er það sem Ingibjörg Sólrún er að fimbulfamba um? Að hún slapp lifandi heim frá Afganistan? Að hún át kvöldmat með afganskri yfirstétt í gærkvöldi? Að hún er enn jafn mikill Natodindill og þegar hún fór til Afganistan? Eða hvern andskotann er manneskjan eiginlega að tala um? 

,,Ferðin árangursrík!!!" Ekki nema það þó.  Ætli hún sé ekki álíka árangursrík og þegar blessuð frúin ók fram og aftur með brennivín í hjólbörunum heima hjá sér á fimmtugs afmælinu sínu. Það er satt að segja alveg makalaust hvernig sumir geta komið orðum að innantómum hégóma og pólitískum vindgangi á einkar óskammfeilinn hátt.  


mbl.is „Ferðin árangursrík"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Sveinbjörnsson

Árangursrík - Jú, verður slæðan ekki sett í ramma í Þjóðmenningarhúsinu?

Rúnar Sveinbjörnsson, 19.3.2008 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband