Leita í fréttum mbl.is

Undirrót allra lasta ...

kapital11Miklir hamingjumenn erum vér vesturlandabúar, að hafa hreppt grýluna Osama bin Landen svona beint í kjölfarið á andláti Rússagrýlunnar, sem reyndar ekki jafn dauð og haldið var í fyrstu.

Og það má Osamagrýlan eiga, að hún hefur gefið borgarastétt Norður-Ameríku og Evrópu aukna réttlætingu fyrir tilveru sinni og valdabrölti, fært henni nýjan innblástur og tilefni til yrkja ódauðleg blóðsúthellingarljóð, frelsinu og gullkálfinum til dýrðar.

Í heilagri baráttu sinni við ókindina Osama sendu hinir hákristilegu stríðsmenn Vesturlanda óvígan her inní Írak. Og árangurinn hefur ekki látið á sér standa: Þúsundir, sumir segja mörg hundruð þúsundir, saklausra íraka liggja dauðir í valnum. Þar á ofan, herma fregnir, að milljónir manna hafi flúið heimili sín og ættjörð.

Og stríðsherrar vorir ætla síður en svo að láta staðar numið í sinni kærleiksríku og kristilegu umhyggju fyrir gjörvöllu mannkyni. Þeir hafa ekkert þroskast og enn minna lært í rás sögunnar. ,,Sívaxandi markaðsþarfir reka borgarastéttina um alla jarðkringluna. Alls staðar verður hún að hreiðra um sig, alls staðar verður hún að búast um, alls staðar að treysta sambönd sín," sögðu Marx og Engels í Kommúnistaávarpi sínu fyrir rúmum 150 árum. Þetta eru orð að sönnu, eða hver kannast ekki við ,,sívaxandi markaðsþarfir borgarastéttarinnar" sem hún fylgir eftir með góðu eða illu, fagurgala, hótunum, smjaðri og júdasarskildingum, eða vopnavaldi ef ekki vill betur? Í dag er þessi óhjákvæmilegi fylgifiskur borgarastéttarinnar, kapítalistana, kölluð ,,alþjóðavæðing" og fólki er talin trú um gróðabrall fyrirbrigðisins sé mannkyninu nauðsynlegt ef ekki á illa að fara.

,,Undirrót allra lasta ágirndin kölluð er" orti séra Hallgrímur sálugi Pétursson á sautjádu öld. Í raun og veru grundvallast tilvera og sálarlíf borgarastéttarinnar fyrst og síðast á ágirnd og óttanum við að fá ekki saðið ágirnd sína. Svo einfalt er það nú, þrátt fyrir undarlega tregðu mannfólksins við að raða hlutunum í rétt samhengi.   

 


mbl.is Ný upptaka með bin Laden
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband