Leita í fréttum mbl.is

Björgum Hannesi ohf.

Hannes á horninuÞað má heita auðvirðilegt tómstundagaman andlegra fátæklinga að láta um sig spyrjast, að þeir séu að velta sér uppúr smáskítslegum hégóma eins og gengi krónunnar og hrapi hlutabréfa, þegar önnur og hrikalegri vá steðjar að.

Nú liggur fyrir að hlutabréfið í okkar ástsæla ríkisrekna frjálshyggjumanni (Hanez Holmstone ohf.) hefur hrunið svo illilega að gjaldþrot, með ískyggilegum þjóðhagslegum afleiðingum, blasir við. Sem betur fer eru þó til menn sem skynja alvarleika málsins og hafa brugðist við með viðeigandi hætti, en samkvæmt frétt á dv.is er farin af stað fjársöfnun til stuðnings Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni prófessor í skaðabótamálum sem Jón Ólafsson, vatnsútflytjandi, hefur höfðað gegn honum.

"Markmið söfnunarinnar er að styðja Hannes í erfiðum málaferlum erlendis, þar sem íslenskur auðmaður sækir fast að honum fyrir að hafa nýtt málfrelsi sitt á Íslandi," segir Friðbjörn Orri Ketilsson sem stendur fyrir söfnunninni.

Fjársöfnuninni er ekki síst ætlað að hjálpa Hannesi að greiða 3,1 milljóna króna bætur sem Hæstiréttur gerði honum að greiða Jóni fyrir tjón sem Friðbjörn Orri segir að allir viti að ekkert var.

Í tilkynningu um söfnunina segir að Hannes hafi í gegnum árin "barist af hörku fyrir frjálsu samfélagi í óþökk forsjárhyggjuafla og sameignarsinna." Þeir sem vilja leggja "þessum ötula baráttumanni lið" eru síðan beðnir um að leggja fé inn á bankareikning "sem nokkrir vinir Hannesar hafa opnað í Landsbanka Íslands."

Hjálparbeiðninni lýkur svo með þessum hvatningarorðum: "Sendum þeim sem að Hannesi sækja skýr skilaboð um að þeim muni ekki takast að þagga niður í honum með árásum á fjárhagslega afkomu hans."

Söfnunarreikningur Hannesar í Landsbankanum: 0101 - 05 - 271201. Kennitala: 131083 - 4089.

 


mbl.is Seðlabankinn leggi gildru fyrir spákaupmennina?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband