Leita í fréttum mbl.is

Íslenskur Aðall af Þotustandi

Gjeir og SollaLjótt er, ef rét reynist, að Gjeir Haaardi og forstýra sosialdemokratiska frjálshyggjuflokksins hafi horfið úr landi í morgun í einkaþotu og ekki staðnæmst fyrr en í höllu Sjáseskús heitins í Rúmeníu. Þó er þetta einkaþotuferðalag þeirra skötuhjúana eitthvað svo rökrétt og eðlilegt af þeirra hálfu; þau eru nú einusinni Íslenskur Aðall af Elítustandi.    

Þá var ekki síður ljótur öfundsýkistónninn í flokkseigandanum Álfheið Ingadóttur útí Rúmeníufarana á einkaþotunni. Ég efast ekki eitt andartak um, að hin fyrrverandi fiskeldisdrottning hefði þegið far með Gjeir og Ingibjörgu, hefði henni staðið það til boða. En henni stóð það því miður ekki til boða.

Og þar sem frakkar eru í þann veginn að senda heila herdeild til að stríða í Afganistan, þá vona ég að foringjar íhaldskratísku frjálshyggjuflokkana sjái sóma sinn í að gerast sjálboðaliðar við þá herdeild og auðnist að fella sem flesta talíbana á blóðvöllunum þar austurfrá.  


mbl.is Ferðamáti gagnrýndur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Og gleðifréttirnar láta ekki á sér standa á þessu dásamlega aprílkvöldi því að ... 

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir mun hitta Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, 11. apríl nk. í Washington. Þetta var ákveðið eftir að þær hittust á leiðtogafundi Nató í Rúmeníu. Á tvíhliðafundi ráðherranna í Washington verður m.a. rætt um varnarsamstarf þjóðanna og um vegabréfamál milli landanna en áhugi er á að koma þeim málum í betra horf. (mbl.is)

Það er aldeilis munur fyrir smafylkingarstýruna að vera komin í vinfengi við alvöru amríska stríðsgálu.

Jóhannes Ragnarsson, 2.4.2008 kl. 22:25

2 Smámynd: Fríða Eyland

Þú ert aldeilis í góðum ham, Flott mynd af Ingib í Afganistan vonandi verða myndirnar af Gondólísu Ræs og henni  jafn skemmtilegar.

Fríða Eyland, 3.4.2008 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband