Leita í fréttum mbl.is

Vatn er fjandi göróttur drykkur

water3Það eru mörg ár síðan ég heyrði lækni lýsa því yfir, að líkaminn sæji alfarið um það sjálfur að kalla á vökva og að allt tal um tveggja lítra vatnsþamb á dag væru hégilja ein og kerlingarbækur af fáránlegri tegund.

Það má því ljóst vera, að pensulvníuskottarnir voru á engan hátt að finna upp hjólið hvað þetta varðar. Auk þess verður að segjast eins og er, að vatn er fjandi göróttur drykkur, og í sumum tilfellum hræðilegur, og ekki beinlínis til heilsubótar hverjum sem er, svo sem þeir vita manna best sem drukknað hafa í þessum óútreiknanlega vökva. 

Hvaðan kerlingarbækurnar um margra lítra drykkju á vatni eru komnar, má fjandinn einn vita. En svo mikið er víst að upphafsmaður tveggjalítra vantskenningarinnar kemst seint í hóp helstu velgjörðarmanna mannkynsins.


mbl.is Óþarfi að drekka átta vatnsglös á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband