Leita í fréttum mbl.is

Skárra kvenfólk undir Jökli graðgar ekki í sig fisk

fiskátEins og segir á góðri bók, þá hefur það ekki tíðkast hér undir Jökli að skárra kvenfólk graðgaði í sig fisk, a.m.k. ekki á almannafæri. Og má vera, með hliðsjón af kenningu Emilýu Óken við Harvarðháskóla, að þar sé komin skýringin á því að börn þessara kvenna eru ævinlega ógreindari en börn kvenna sem ekki teljast af skárra standi.

En hvað éta þá skárri kvenmenn undir Jökli þegar þær ganga með börn sín? Jú, þær gramsa í sig kjeti af allskyns kvikindum hversdags og hafa sósugutl útá og þamba mjólk með. En í seinni tíð hefur mjólkin þó að mestu leyti vikið fyrir rauðvíni og bjór, sem gerir það að verkum, að þessar skárri konur eiga til að verða framúr hófi óstöðugar á fótunum er þær standa upp frá borðum. En fisk láta þessar kerlingar ekki inn fyrir sínar varir undir neinum kringumstæðum, ekki einusinni þó garanteruð himnaríkisvist væri í boði.

Það má því augljóst vera, að haldi konur af betra þjóðfélgsstandi áfram að forakta fiskmeti, þá þær bera börn sín undir brjóstum, mun yfirstétt vor verða að lokum svo sauðheimsk að óhætt verður að brytja hana ofaní fiska til beitu svo að hún komi að einhverju gagni.


mbl.is Fiskur gerir börnin greindari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband