Leita í fréttum mbl.is

Ætlar að steypa þjóðfélaginu á hliðina

Hverslags þrjótur er þessi Sturlungur Jónsson eiginlega? Hann virðist vinna að því öllum árum að steypa þjóðfélaginu og þjóðfélagsgerðinni á hliðina og koma hér á kommúnisma eða anarkisma; eða janfnvel báðum þessum rætnu ismum.

Svo lætur þessi maður hafa eftir sér, að fundur með Árna M. Mathiesen hafi verið innantómur! Þrátt fyrir að allir aðrir viti viti fullvel að fundir með Árna M. Mathiesen eru aldrei innantómir og geta aldrei verið eða orðið innantómir. Og auðvitað ætlar Árni fjármálaráðherra ekki að semja um eitt eða neitt við vörubílasturlungana, fremur en Gjeir Haaarde. Þá má því augljóst vera, að í sameiningu munu þeir Árni og Gjeir snúa flutningabílstjóranautin niður á hornunum og sjá svo um að þeir geti aldrei komist á lappirnar aftur.


mbl.is Innantómur fundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

mér finnst þú setja ráðamenn þjóðarinnar á stall, og getur þú því miður ekki dæmt orð sturlu þar sem þú varst ekki viðstaddur fundinn og veist því ekki hvað fór þeirra á milli eða þá hvernig ber að túlka það sem sagt hefur verið í fjölmiðlum!!!

Helgi Júlíus Sævarsson (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 18:07

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þetta eru nú meiri helv. vitleysingjarnir.  Langar að snúa þessa menn niður á hr  æi fyrirgefðu, ekki meiningin að vera´dónaleg.

En ég er algjörlega að fríka út á þessum bjálfum, og er mér þá slétt sama hvort það eru þeir Geir eða Grani, Sturlungur eða Stebbi stí.

Fjandakornið, að þeir skulu ekki drepast úr öllu þessu ráðaleysi.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 8.4.2008 kl. 18:30

3 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þeir munu enda hausnum styttri um mittið ef að sá Haaarde og Mathiesen fá einhverju um ráðið..

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 8.4.2008 kl. 21:07

4 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Ojú. Þeir munu standa á löppunun hvað sem fer með verð. Strákarnir í fluntningunum keyra eins og áður , en án lista.

Wolfang 

Eyjólfur Jónsson, 8.4.2008 kl. 21:21

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Styð Sturlunga heils hugar, og vil fá að vera með við tækifæri.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.4.2008 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband