Leita í fréttum mbl.is

Dauðinn kallar ...

dauður dollar„Það er alltaf sorglegt þegar blað deyr en það er enn sorglegra þegar lifandi og vel rekið blað deyr vegna efnahagserfiðleika í þúsunda mílna fjarlægð og það eru aðstæður sem við bjuggumst aldrei við að mæta,"  segir  Pergament á heimasíðu blaðsins."

Ojæja.

Eitthvað finnst mér það orðum aukið hjá þessum Pergament, að það sé alltaf sorglegt þegar blað deyr. Í sumum tilfellum er það blátt áfram gleðiefni þegar dagblað eða tímarit geyspar golunni. Það er meira að segja ekki fráleitt, að til séu blöð á Íslandi sem mættu og ættu að deyja sínum drottni og það fremur fyrr en síðar.

Hitt er svo annað mál, hvernig í ósköpunum svokallað fríblað vestur í Bandaríkjunum getur orðið bráðkvatt útaf efnahagsástandi á Íslandi. Samkvæmt fréttum var viðkomandi blað, BostonNOW, gert út af fyrirtæki á vegum Baugs, en útgerðin fór fram í Bandaríkjunum og þar er ekki notuð íslensk króna með 15,5% stýrivöxtum og 8,7% verðbólgu, hvað ég best veit.

Hinsvegar liggur eitthvað í loftinu, sem bendir til þess, að farnir séu að myndast kalblettir á útrásarundrunum íslensku. Og það ætti ekki að koma neinum á óvart þó að ein og ein kjúka, eða jafnvel útlimur, fari að detta af útblásnum líkömum útrásarjötnanna á næstunni.    


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Soldan

Þú ert klikkaður maður  :)

Soldan, 14.4.2008 kl. 23:42

2 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 15.4.2008 kl. 10:51

3 identicon

Cactus.

kv.

Cactus

Cactus Buffsack (IP-tala skráð) 15.4.2008 kl. 19:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband