Leita í fréttum mbl.is

Óþjóðalýður við eiturnautn og lauslæti

skáti2Mikið dáist ég af skagamönnum fyrir að ætla að stemma stigu við að óþjóðalýður allrahanda undir 23 ára aldri setjist upp hjá þeim á Írskum dögum við eiturnautn og lauslæti. Það er ekkert gamanmál fyrir lítið, snoturt bæjarfélag, sem í engu má vamm sitt vita, að fá yfir sig þúsundafjöld uppivöðsluseggja, öfugugga, misyndismanna og níðinga á einu og sama brettinu. Svo get ég trúað ukkur fyrir því, kæru lesendur, að þessi sorafénaður lætur sér ekki næja að valsa um berjandi, nauðgandi og stelandi, heldur kúkar hann á lóðir saklauss fólks, stéttir þess og tröppur, fyrir nú utan að eðla sig á sömu stöðum.
mbl.is Yngri en 23 ára bannað að tjalda nema í fylgd með fullorðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband