Leita í fréttum mbl.is

Ómerkilegt víg

knifeHræddur er ég um að forfeðrum vorum til forna, eins og til að mynda Agli Skallagrímssyni, Gunnari á Hlíðarenda, Skarphéðni í brennunni, Gretti Ásmundarsyni og Víga-Styrr, hefði þótt afspyrnu vond latína að falla í vopnaviðskiptum við seytján ára stelpukrakka. Slíkar gæsir gerðu vorir sælu forfeður einatt að frillum sínum eða skyndikonum og létu þær ekki komast upp með neitt múður eða ójöfnuð í viðskiptum sínum við þá.

En fyrst að svo fór í Utskarpen í Ranasýslu, að fullorðinn maður af víkingaættum lét gelgjustelpu vega sig með bitjárni þá hefir hann áreiðanlega haft gott af því. Þetta ómerkilega víg minnir einna helst á þegar strákgutti nokkur hjó höfuðið af Þorgeiri Hávarssyni, hvar hann lá sofnadi með spýtukubb undir höfðinu, af þeirri einu ástæðu að stráknum fannst Þorgeir liggja svo vel við höggi.


mbl.is 17 ára stúlka grunuð um morð í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband