Leita í fréttum mbl.is

Hin svarthvíta heimsmynd ofstækismanns

pope2Mikið helvíti hætti Björn Bjarnason sér langt útá brothætt svell hroka og ósvífni í utandagskrárumræðunni um ríkisreknar símhleranir Sjáfstæðisflokksins á síðustu öld. Og þegar hann lét sér ekki muna um að láta að því liggja, að hann einn vissi hvað hann væri að tala um, var ekki laust við að setti að manni hroll. Það má vel vera að ýmislegt hafi verið skrafað við eldhúsborðið á heimili Björns Bjarnasonar á árunum 1948-1968, en það er með öllu fráleitt að það ofstækissnakk geri hann betur í stakk búinn til að ræða símahlerunaráráttu Sjálfstæðisflokksins fyrr og nú. Það dylst engum að núverandi utanríkisráðherra er innblásinn af hinni svarhvítu heimsmynd bandaríska repúblíkanaflokksins, sem er eitthvert sóðalegasta óþverrabatterí sem rekið er á gjörvallri jörðinni, mannfjandsamlegt kúgunartæki auðvalds, arðráns, hernaðarhyggju og stríðsglæpa. Satt að segja eru menn, sem frá barnæsku eru blindaðir af einhliða pólitísku ofstæki, engan veginn hæfir til að gegna ráðherrastörfum. Sem betur fer býr Sjálfstæðisflokkurinn, þrátt fyrir allt, svo vel að eiga margt gáfað og vel gert fólk, sem hefur skömm á ofstækisfyllstu ráðamönnum flokksins og hefur raun af að horfa uppá hvering þeir kauðar athafna sig.

Þá var froðusnakkið í Birni dómsmálaráðherra um, að fráleitt væri að halda því fram að dómarar hafi verið viljalaus verkfæri í höndum þeirra er gengdu starfi dómsmálaráðherra á umræddu tímabili, gjörsamlega útí hött. Það er nefnilega ekki hægt að álykta annað en hinir virðulegu dómarar hafi einmitt verið viljalaus verkfæri ráðherra þegar kom að símahlerunum. Svo einfalt er það nú.    


mbl.is Dómarar ekki viljalaus verkfæri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband