Leita í fréttum mbl.is

Það er yndislegt að vera handtekinn á Patró

polÉg veit ekki betur en það sé yndislegt að vera handtekinn á Patreksfirði og þar af leiðandi full ástæða til að sýna heimsbyggðinni á YouTube hvernig þessháttar skemmtun gengur fyrir sig. Auðvitað gerist það stundum að menn í gleðskaparham taka á móti lögregluþjónum þar vestra af fullri einurð, en það tekur enginn til þess; í augum sannra vestfirðinga er lögreglan fyrst og fremst til að tuskast við. Og ekki væsir um þann mann sem fær því áorkað að vera læstur inni í fangaklefa á lögreglustöðinn á Patró, um það get ég vitnað. Þegar maður vaknar þar að morgni dags, er borin fyrir mann uppbyggjandi morgunverður. Síðan er maður leiddur í bað þar sem vingjarnlegar konur skúra mann og skrúbba hátt og lágt með mjúkum svampi. Að svo búnu er fanginn leiddur fyrir borðalagðann sýslumann sem býður uppá koníak og vindil. Svo er fanginn kvaddur með virktum og beðinn um að ganga framvegis rólega um gleðinnar dyr.

 


mbl.is Handtaka á Patró á You Tube
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Veit það ekki, vildi nú frekar vera stödd á Seyðisfirði með vitlausa klukku

Ingibjörg Friðriksdóttir, 10.6.2008 kl. 22:17

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég ráðlegg þér eindregið frá því, Ingibjörg, að leggja leið þína til Seyðisfjarðar. Þú yrðir örugglega handsömuð þar og fangelsuð. En á Patreksfirði afturá móti, yrði þér lyft í guða tölu, svo sem þú hefir til unnið.

Jóhannes Ragnarsson, 11.6.2008 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband