26.6.2008 | 09:46
Samfylkingin láti til skarar skríða á áhrifaríkan hátt
Það virðist bæði ljóst og fullreynt, miðað við langvarandi pólitíska óstjórn og nú síðast hraðvaxandi verðbólgu, að Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að gera í bólið sitt með þeim hætti, að enginn ætti að velkjast í vafa lengur um að hann er öldungis óstjórntækur. Það skársta sem hægt er að gera í stöðunni nú væri að slá Sjálfstæðisflokkinn af og senda hann í langa útlegð frá ríkisstjórnarþáttöku og við tæki ríkisstjórn Samfylkingar, VG, Framsóknar og Frjálslyndra fram að næstu kosningum. Það er bara ekki hægt fyrir nokkurn mann, að horfa uppá Sjálfstæðisflokkinn dunda sér við að eyðileggja þjóðfélagið óáreyttan með sóðalegum einkavæðingum, umhverfisspjöllum, nítjándu aldar afturhaldi og ójafnaðarstefnu. Nú er lag fyrir Samfylkinguna að koma frjálshyggjustefnu Íhaldsins fyrir kattarnef á skjótan og skilvirkan hátt sýna þar með í verki, að það fari raunverulegur og hugrakkur jafnaðarmannaflokkur. Ég er viss um að virðing Samfylkingarinnar myndi vaxa verulega með þjóðinni ef hún léti til skarar skríða á þessum tímapunkti og refsaði núverandi samstarfsflokki sínum með þeim hætti sem hann hefur til unnið.
Verðbólga mælist 12,7% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:58 | Facebook
Nýjustu færslur
- Og illþýði allskonar á flökti um mannheima
- Til heiðurs nýrri ríkisstjórn
- Göglin, þjófræðið, og auðvaldspervertarnir
- Vér óskum emírítusnum innilega til hamingju með glæsilega ákv...
- ,,Hjónabandið er samábyrgð tveggja andlegra öreiga"
- Álfabakkamúrinn á eftir að reynast fólki vel; þökk sé Degi og...
- Spøgelset í höfn á Jótlandi
- Þétt dagskrá forseta á morgun - og fullveldismessa síra Baldv...
- Tilkynning um andlát, gjaldþrot og útför Vinstrihreyfingarinn...
- Fræðifúskarinn hr. Bergmann hefir talað
Bloggvinir
- Níels A. Ársælsson.
- Vésteinn Valgarðsson
- Sveinn Elías Hansson
- Guðbergur Egill Eyjólfsson
- Þórbergur Torfason
- Guðfríður Lilja
- Rafn Gíslason
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Bjarki Steingrímsson
- Pálmi Gunnarsson
- Grétar Mar Jónsson
- Ásdís Helga Jóhannesdóttir
- Rúnar Sveinbjörnsson
- Þorvaldur Þorvaldsson
- Rauður vettvangur
- Björgvin R. Leifsson
- Ingibjörg Friðriksdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Einar Ólafsson
- Baldur Hermannsson
- Dætur og synir Íslands.
- hilmar jónsson
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Þórdís Bára Hannesdóttir
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Hulda Haraldsdóttir
- Óskar Helgi Helgason
- Heiða Þórðar
- Helgi Guðmundsson
- Sigurður Sigurðsson
- Baldur Fjölnisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Ísleifur Egill Hjaltason
- Reynir Andri
- Rúnar Karvel Guðmundsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Auðun Gíslason
- Jón Snæbjörnsson
- Rannveig H
- Magnús Jónsson
- Steingrímur Helgason
- Hallgrímur Guðmundsson
- Ársæll Níelsson
- Brynja Hjaltadóttir
- Fríða Eyland
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Ólafur Þórðarson
- Eygló Sara
- Lúðvík Lúðvíksson
- Þorsteinn Briem
- Ester Júlía
- Svava frá Strandbergi
- Björn Grétar Sveinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Sigurbjörn Friðriksson
- Ragnar Páll Ólafsson
- Páll Ingi Kvaran
- Jakob Jörunds Jónsson
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Þorkell Sigurjónsson
- Jóhann Elíasson
- Óskar Arnórsson
- Bergur Thorberg
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Sæþór Helgi Jensson
- Eyjólfur Jónsson
- gudni.is
- Sigurður Sigurðsson
- Alma Lísa Jóhannsdóttir
- Alfreð Símonarson
- Guðni Ólason
- ThoR-E
- Arnar Guðmundsson
- Þór Jóhannesson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Himmalingur
- Guðjón Baldursson
- halkatla
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Einar Sigurjón Oddsson
- Haukur Nikulásson
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Heiða
- Jakob Falur Kristinsson
- Samfylkingin Norðvesturkjördæmi
- Steingrímur Ólafsson
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Sigurbjörn Svavarsson
- Landrover
- Valla
- Vilmundur Aðalsteinn Árnason
- Vefritid
- Sigríður B Sigurðardóttir
- Ónefnd
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Þórarinn Eldjárn
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Ragnar Björnsson
- Hlédís
- Einar B Bragason
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Árni Karl Ellertsson
- Hamarinn
- Hamarinn
- Helgi Þór Gunnarsson
- Hörður B Hjartarson
- Jack Daniel's
- Jón Bjarnason
- Kristján Jón Sveinbjörnsson
- Kristján P. Gudmundsson
- Linda
- Rauða Ljónið
- Sigurður Haraldsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Tryggvi Gunnar Hansen
- Vináttufélag Íslands og Kúbu
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 30
- Sl. sólarhring: 380
- Sl. viku: 969
- Frá upphafi: 1541795
Annað
- Innlit í dag: 30
- Innlit sl. viku: 852
- Gestir í dag: 30
- IP-tölur í dag: 29
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- Október 2024
- September 2024
- Ágúst 2024
- Júlí 2024
- Júní 2024
- Maí 2024
- Apríl 2024
- Mars 2024
- Janúar 2024
- Desember 2023
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júlí 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Janúar 2023
- Desember 2022
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Maí 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Nóvember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Ágúst 2021
- Júlí 2021
- Júní 2021
- Maí 2021
- Apríl 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Nóvember 2012
- Júlí 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Athugasemdir
Illt er að vera í stjórn með íhaldinu og ómögulegt en hvernig í ósköpunum heldurðu að það sé hægt að vera í samstarfi með VG? Þar virðast flestir halda að við getum lifað á því að tína fjallagrös.
Þórdís Bára Hannesdóttir, 26.6.2008 kl. 11:35
Það segir held ég allt sem segja þarf um þefskyn þíns pólitíska nefs að þú kallar á stjórn með Frjálslyndum og Vinstri grænum... og Framsókn!
Kjósendur og frambjóðendur þessara þriggja flokkar eru upp til hópa óþurftargemlingar (svo ég vitni í þig) og myndu í sameiningu leggja í rúst landið og lýðinn, og það á mettíma.
Sjálfstæðisflokkurinn er slæmur í stjórn, ég viðurkenni það fúslega, en því miður (og þetta er ansi ógnvekjandi tilhugsun) er hann skásti kosturinn. Vinstri grænir myndu leggja til þjóðnýtingu og skattahækkanir út í hið óendanlega og hrekja ríkissjóð í gjaldþrot. Afturhvarf til tíma hafta og forræðishyggju, miðaldir íslensks þjóðlífs. Enginn með snefil af heilafrumum myndi óska sínum versta óvini slíkum örlögum; að sitja uppi með Ögmund og félaga.
Framsókn stendur ekki fyrir neitt. Eina sem sá flokkur býður upp á er formaður sem hægt er að hlæja að (og einstaka sinnum með).
Frjálslyndir er flokkur rasista og drullumakkara, hvernig í ósköpunum er hægt að ætlast til þess að flokkur geti verið við stjórn landsmála þegar hann sjálfur er oggupínulítill og enn að klofna?
Samfylkingin er hópur vanhæfra kaffihúsakverúlanta sem ekkert kunna og minna geta. Enginn ráðherra þess flokks er starfi sínu vaxinn eins og sést glögglega á háðuglegum árekstrum Össurar og Þórunnar (bæði vonlausir pólitíkusar og í fullu starfi að þvælast hvort fyrir öðru), eða bjánalegum yfirlýsingum Björgvins G.
Sjálfstæðisflokkurinn er slæmur, en málið er bara að allir hinir flokkarnir eru langtum verri, það vita allir (nema þeir sem hreinlega eru í afneitun... eins og síðuhöfundur að því mér sýnist).
Það sem þarf nú er nýr borgaraflokkur, hreyfing sem stendur vörð um hagsmuni millistéttarinnar, fólksins sem hefur menntað sig og er nettó greiðendur til samneyslunnar. Við þurfum ekki enn einn flokkinn sem einblínir á undirmálsfólkið og nettó þiggjendur úr samneyslunni (þó slíkt sé gott og blessað). Við þurfum flokk sem þorir að lækka skatta, þorir að nýta auðlindir landsins, þorir að taka á afætum í íslenska bótakerfinu sem allt í senn hirða af þeim sem eru duglegir og borga sína skatta, og skerða kjör þeirra sem sannanlega þurfa á bótakerfinu að halda.
Það sem við þurfum EKKI er rausið í kommúnistum og öðrum asnakjálkum sem boða stalínískt stjórnkerfi miðstýringar og ríkisforsjár.
Liberal, 26.6.2008 kl. 13:43
Ég held ég sé nú mest sammála Þórhildi.
Ég er auðvitað einn af þessum hræðilegu sjálfstæðismönnum, sem allir eru að tala um.
Auðvitað verðum við sjálfstæðismenn að viðurkenna hagstjórnarmistökin, sem gerð hafa verið undanfarin ár. Vandamálið er að tækin, sem hægt er að beita í ofþenslu eru fá og máttlítil. Það er hins vegar ekki afsökun, því þessum fáu tækjum var ekki beitt af fullum krafti, heldur aðeins einu: stýrivöxtunum. Það hafði svo að verkum að vandræðin urðu enn meiri. Það verður að endurskoða stefnu og markmið Seðlabankans, sem hugsanlega þýðir að vissir menn verða þar að víkja.
Það sem ekki má gleyma er að íslenska þjóðin hefur aldrei haft það betra og síðastliðin 10 ára hafa verið bestu ár þjóðarinnar til þessa. Það var aðeins síðastliðin 2-3 ár, sem byrjað var að gera mistök og þau skrifast ekki alfarið á Sjálfstæðisflokkinn, heldur einnig á Framsókn og síðan hefur Samfylkingin verið við völd í eitt ár.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 26.6.2008 kl. 17:07
Sorry: Þórdísi!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 26.6.2008 kl. 17:08
Það er alveg með ólíkindum hvað fólk getur verið sjáfhverft.
Ég get tekið undir það, fjárhagslega hef ég aldrei haft það betra, enda hef ég lokið baslinu sem fylgir því að hefja búskap, eignast börn og buru,
En ég hef tekið eftir því: Að allt í kring um okkur er fólk sem á í erfiðleikum vegna stétt sinnar og stöðu .
Ég hef tekið eftir því: Að miklu fleiri Íslendingar eru orðnir ríkir, og þegar ég er að tala um ríkir, þá á ég við fólk sem á nóg af peningum.
Mér býður við þeim hugsunargangi: Að í lagi sé að borga sumum ofurlaun og öðrum minna en staðfest er að hægt sé að lifa af.
En Jóhannes, ég vil ekki í stjórn með stjórnleysingjum. Það væri verr af stað farið en heima setið að fara núna í stjórn með þeim sem þú taldir upp. Hinsvegar vona ég að við verðum þeirrar gæfu aðnjótandi að vinstri menn sjái hag sinn í að fylkjast undir eina samfylkingu, fá heiðarlega fræðimenn í að fara með umhverfismál. Þar treysti ég ekki stjórnmálamönnum né uppþornuðum embettismönnum.
En, Jöfnum kjörin! Það er númer eitt (ekki þó á kostnað náttúru Íslands)
Ingibjörg Friðriksdóttir, 27.6.2008 kl. 10:52
Ég tek heilshugar undir þau sjónarmið, Ingibjörg, að það er með endemum hvað fólk getur verið sjálfhverft. Ég hef líka sterkt á tilfinningunni, að sjálfhverfa, eigingirni, græðgi og frekja hafi sótt mjög í sig veðrið síðustu 10 -20 árin, ásamt innantómum flottræfilshætti, firringu, yfirborðsmennsku og skeytingarleysi. Það er enginn vafi í mínum huga, að þessir neikvæðu, þjóðlífsskemmandi þættir eru skilgetin afkvæmi kapítalisma og nýfrjálshyggju og þar með Sjálfstæðisflokksins, sem því miður hefur fengið að valsa óáreyttur um þjóðfélagið samfellt í 17 ár, ef ég man rétt; það er fyrir löngu komið margfallt meir en nóg af svo góðu.
Um kjaftavaðalinn, hér að ofan í honum Líbéral, þarf varla að fjölyrða. Hans lífsviðhorf er, að allir séu fífl og asnar nema þeir séu Sjálfsæðisflokksmenn. Annars er merkilegt að jafn staffírugur piltur og uppfullur af gagnrýnislausri pabbapólitík skuli ekki þora að skrifa undir nafni, þessháttar framkoma ber gáfum hans og hugrekki ekki beinlínist fagurt vitni. Að jagast við fólk, sem þorir ekki að skríða útúr músarholum sínum nema undir dulnefni, er eins og að þrasa við hvimleitt draugamor, sem á sín óðul milli þilja. Að öðru leyti hvet ég alla að lesa fordómafull kjánaskrif Líbérals sér til skemmtunar og lærdóms.
Að lokum: Ef einhversstaðar ef stjórnleysingja að finna í Íslenskri pólitík, þá eru það frjálshyggjufígúrurnar í Sjálfstæðisflokknum sem ráðið hafa lögum og lofum í þeim flokki um árabil.
Jóhannes Ragnarsson, 27.6.2008 kl. 12:29
Já, Jóhannes. Og hverjir hafa leyft þeim að komast upp með það? Það hugsa fleiri eins og þeir en við, gleymdu því ekki. Og á meðan að bara 11% þjóðarinnar býr við fátækt og 11% við mikla velmegun. þá eru eftir 78% og til þeirra þarf að höfða.
Það segir sig sjálft að það eru þeir sem peningana hafa, geta í skjóli þeirra náð til unga fólksins. Sjáið hvernig símafyrirtækin og bankarnir hafa veitt unga fólkið í sitt net og þau börn sem búa við mikið agaleysi og litla sem enga forræðishyggju (það er léttara) þau eru mörg hver ofurseld þessum þursum.
Vera má að núna þegar harðnar á dalnum að unga fólkið vilji ljá skynseminni eyra, eða bara neyðist til þess. Hvað með það, þá vitum við það sjálf að ef ekki er hægt að færa hana (skynsemina) í skemmtilegan búning, þá nennir engin að aðhyllast hana til frambúðar.
Ég frábið mér að starfa með Frjálslyndum eða Íslandshreyfingu, fæ illsku í vinstra heðablaðið þegar ég hugsa um það, hvernig borginni er stýrt.
Ingibjörg Friðriksdóttir, 27.6.2008 kl. 13:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.