Leita í fréttum mbl.is

Glæpalýður gegn almenningi


auð1Ekki hefur verið allt sem sýnist í umræðunni um húsnæðismál á undanförnum árum. Engum hefur þó dulist að bankarnir hafa reynt án afláts að grafa undan Íbúðalánasjóði til þess að komast yfir húsnæðismarkaðinn. Í heimilum fólks er nefnilega að finna öruggustu veð landsins. Flest má yfir fólk ganga áður en það afsalar sér heimili sínu. Fyrst fengu bankarnir veðsetningu kvótans og næst á dagskrá eru híbýli landsmanna.
Bankarnir hafa leitað suður til Brussel í baráttu sinni gegn Íbúðalánasjóði.  Þar á bæ sitja sérfræðingar í nefndum og ráðum, jafnvel dómstólum sem hafa það hlutverk að fordæma allt sem truflar gróðastofnanir á markaði; allt sem nokkur grunur getur leikið á að samfélagslegt geti talist skal sett út af sakramenti. Þær litlu leifar sem eftir eru af félagslegu húsnæðiskerfi á Íslandi er að finna í Íbúðalánasjóði  og felast þær í því að bakábyrgð ríkisins er á fjármögnun sjóðsins þótt honum sé þó gert að vera sjálfsbær á lánsfjármarkaði. Hann er því engin byrði á ríkissjóði. Bakábyrgðin gerir það hins vegar að verkum að hann á fyrir vikið kost á lánsfjármagni á hagstæðari kjörum. (Höf. Ögmundur Jónasson)

mbl.is Gengur gegn ríkisstyrkjareglum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Myndin skýrir sig sjálf. Hún segir nákvælega það sem þarf. Skil bara ekki að fólk bregðist ekki meira við, við að standa undir bununni svona lengi..

Óskar Arnórsson, 27.6.2008 kl. 19:14

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ég held að við verðum að setja okkur í spor eftirlitsmanna ESA, en það hlýtur að koma þeim spánskt fyrir sjónir, að ríkisvaldið á Íslandi skuli standa í fasteignalánastarfsemi á því herrans ári 2008!

Ég væri líka hissa á því, sem ESB-búi, Norðmaður, Svisslendingur eða íbúi Liechtenstein.

Auðvitað skilja þeir okkur og okkar efnahagskerfi ekki. Þeir skilja ekki verðtrygginguna, óðaverðbólguna, gengissveiflurnar, og okurvextina. Hversvegna ekki? Svarið er einfalt: þeir búa ekki við þetta ástand heima hjá sér!

Við erum búnir að koma upp hér landi svona nokkurskonar Monopoly efnahagskerfi. Á þessu Íslandopoly fer maður hring eftir hring og lendir í ýmsum ævintýrum. Maður lendir á reitnum "Íslenskur viðskiptabanki" og borgar 18% yfirdráttarvexti (í öðrum löndum lentu menn í fangelsi fyrir slíka okurvexti), síðan lendir maður á reitnum "Lögreglurannsókn á þér og fyrirtæki þínu", að því loknu dregur maður spjald og þar stendur "Borgaðu tvöfalt matvælaverð miðað við annars staðar í Evrópu", Þá heldur maður að heppnin  hljóti nú að fara að vera með manni, en þá lendir maður aftur í að draga spjald "40% gengisfall og bílalánið þitt hækkar um 700.000 krónur"!

Hvernig í ósköpunum er hægt að halda að einhver venjulegur Evrópubúi skilji þennan leik?

Þrátt fyrir að vera sjálfstæðismaður og maður frjálsrar samkeppni (og hafa mikinn skilning á sjónarmiðum ESA og íslensku viðskiptabankanna varðandi Íbúðalánasjóð) er ég samt 100% stuðningsmaður Íbúðalánasjóðs.

Mörgum finnst ég eflaust vera ósamkvæmur sjálfum mér og eflaust er það rétt. Vandamálið er að kerfið, sem við búum við er fullt af mótsögnum og einkennist vissri tvíhyggju og því erfitt fyrir venjulega dauðlega eftirlitsmenn ESA að átta sig á því, þar sem við skiljum það vart sjálf. Seðlabankinn skilur það ekki, ríkisstjórnin skilur það ekki, Alþingi skilur það ekki og viðskiptabankarnir skilja það ekki, en skilja þó hvernig er hægt að græða á því og það hafa ýmsir erlendir vogunarsjóðir og einstaklingar einnig skilið.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 27.6.2008 kl. 19:21

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er ekkert skrýtið við það, Guðbjörn, þó til sé íbúðarlánakerfi sem rekið er á félagslegum grunni, þessháttar fyrirkomulag er skynsamlegt. Svokölluð ,,frjáls samkeppni" á nefnilega oft engan rétt á sér og það skilja m.a.s. sumir Sjálfstæðismenn mætavel og er þó jafngóðir Sjálfstæðismenn eftir sem áður. Nýfrjálhyggjukreddan er hinsvegar hættulegt fyrirbæri og mannfélagsskemmandi. Það er ljóst að einkavæðingaræðið, sem riðið hefur húsum á Íslandi og víðar síðustu tvo áratugi, hefur engu skilað nema ójöfnuði og óæskilegum fylgifiskum þess.

Þú segir að Íslendingar borgi tvöfalt matvælaverð miðað við annarsstaðar í Evrópu. Það má vel vera að matvælaverð sé á einhverjum stöðum í Evrópu helmingi hærra en hér, en það ræðst þá fyrst og fremst af því að kaupgjald á þeim stöðum er líklega helmingi lægra en hér; kaupgeta og verðlag haldast nefnilega í hendur með fleiri þjóðum en hjá Íslendingum. Það vill oft gleymast í orðræðunni um lága vöruverðið í ESB-löndunum, að það er mjög mismunandi eftir löndum; við fegngjum t.d. aldrei Grískt eða Rúmenskt vöruverð nema við tækjum upp samskonar kaup og kjör og viðgangast í þeim ágætu löndum.    

Jóhannes Ragnarsson, 27.6.2008 kl. 22:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband