Leita í fréttum mbl.is

Börn barna verða ævinlega gæfufólk

aold1Svo hafa fróðir menn sagt, að börn barna, komist þau á annað borð á legg, verði ævinlega gæfufólk. Ekki ætla ég mér að draga orð hinna vísu spekinga í efa og geri fastlega ráð fyrir að dóttir hinnar 11 ára móður feti veg gæfu og gengis í sínu lífi.

Að öðru leyti læt ég mér fátt um finnast þó kynþroska lífverur fjölgi sér. Þó finnst mér dálítið broslegt þegar mér verður hugað til klerksins sem gifti þá stuttu hinum 21 árs Kósóva; þeim æruverðuga musterishöfingja hefur greinilega láðst að biðja stúlkuna um nafnskírteini.

Hinsvegar er mér í fersku minni þegar annar höfðingi, af veraldlegra tagi, hótaði með eilitlum fyrirgangi, þá hátt kominn á áttræðisaldur, að barna konu nokkra, 84 ára að aldri. Því miður leyfði kerlingin ekki hinum vígreifa öldungi að framkvæma hótun sína því hefði hann gert það, er jafn víst og jörðin gengur kringum sólina, að honum hefði tekist að gera kerlingunni barn og slá það með heimsmet sem væri í frásögur færandi. Þetta gerðist á elliheimili. Og ekki bætir úr skák, að umræddur höfðingi tók sér ferð á hendur fyrir nokkru síðan og fór yfir móðuna miklu til að svala ævintýraþrá sinni og karlmennskulund, svo útséð er með, að hann eigi eftir að barna nokkra einustu konu sem komin er úr barneign, a.m.k. ekki hérnamegin grafar.   


mbl.is Barnaði 11 ára stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Ég þekki stúlku hér á landi sem varð kynþroska 5 ára gömul.  Mér hefði ekki þótt í lagi ef hún hefði orðið mamma 6 ára.  Þér hefði væntanlega þótt það í lagi, af því hún var jú orðin kynþroska?

Hún er fædd í fjarlægu landi þar sem snemmtækur kynþroski er algengur.  Foreldrum hennar þótti þetta ekki í lagi og hún hefur gengist undir hormónameðferð til að stöðva kynþroskann.  Og þeirri meðferð verður haldið áfram þar til stúlkan nær eðlilegum unglingsári og jafnaldrarnir byrjaðir að taka út kynþroska.  Andlegi þroskinn fylgdi nefninlega ekki með kynþroskanum.  Hún var ennþá barn með barnsleg áhugamál, ekki gelgja á barnsaldri.

Ég læt mér EKKI fátt um finnast þegar karlar riðlast á 11 ára gömlum börnum.  Hvort sem þau eru orðin kynþroska eður ei.  Mér finnst það svívirðilegur níðingsháttur.  Fullorðið fólk á að vita betur!

Hjóla-Hrönn, 6.7.2008 kl. 13:31

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þú segir fréttirnar Hjólahrönn. Ég hefi ekki áður heyrt þess getið að börn verði kynþroska 5 ára, en allur fjandinn er svo sem til  ef útí það er farið. En þarna er trúlega á ferðinni einhverkonar frávik af hendi náttúrunnar. 

Svo skaltu alveg láta það eiga sig, Hjólahrönn, að rembast við að gefa það í skyn að mér finnist allt í lagi að karlar, væntanlega fulltíða, riðlist á 11 ára gömlum börnum; mér finnst það áreiðanlega ekki minni viðbjóður en þér. Hinsvegar þykir mér dálítið einkennilegt, að ég ekki segi broslegt, að 21 árs karlmaður og 11 ára telpa hafi verið gefin saman í heilagt hjónaband, væntanlega af presti.

Jóhannes Ragnarsson, 6.7.2008 kl. 16:57

3 Smámynd: Hjóla-Hrönn

"Að öðru leyti læt ég mér fátt um finnast þó kynþroska lífverur fjölgi sér"

Það voru þessi orð þín sem vöktu hjá mér hneykslan.  Ég hélt virkilega að þér þætti þetta ekkert tiltökumál, svona úr því náttúran væri búin að gefa "grænt ljós".  En ég er mjög fegin að ég skuli hafa misskilið þig.  Og biðst afsökunar ef ég hef móðgað þig.

Hjóla-Hrönn, 6.7.2008 kl. 22:28

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ef ég væri móðgunargjarn að ráði, Hrönn, léti ég vera að stunda opinber bloggskrif. Þar af leiðandi þarftu ekki að að hafa áhyggjur af því að hafa móðgað mig. Mér veitir heldur ekki af, fremur en öðrum, að fá smá ofanígjöf annað slagið fyrir það sem ég læt frá mér á þessum vettvangi. Ég er nefnilega hvorki heilagur né fullkominn - sem betur fer.

Jóhannes Ragnarsson, 6.7.2008 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband