Leita í fréttum mbl.is

Sauðdrukknar á golfmóti

golf1golfÉg man eins og gerst hafi í gær þegar Frú Ingveldur var á sínum yngri árum send til útlanda, ásamt fleiri kvendum af sama sauðarhúsi, til að keppa í golfi fyrir Íslands hönd; það var einmitt líka í Skotlandi. Skipti engum togum að þær höfnuðu í neðsta sæti og var lengi haft á orði að þær hefðu með frammistöðu sinni orðið bæði landi og þjóð til skammar. Þegar farið var að grenslast fyrir hvernig stæði á svo frámunalega slökum árangri golfstúlknanna, kom í ljós að þær höfðu, allar sem ein, þar með talin frú Ingveldur, verið sauðdrukknar alla keppnina.

Myndin hér til hægri er tekin af golfstúlkunum á öðrum degi mótsins. Frú Ingveldur er næst okkur á myndinni.

Ég er ekki með þessari upprifjun á keppnisferðalagi frú Ingveldar og hennar meðreiðarmeyja, að gefa í skyn að Íslenska kvennalandsliðið sem nú iðkar kúlubarning í Skotlandi sé á generalfylliríi og sé af þeim sökum fyrirmunað að koma kúlufjöndunum ofaní holurnar. Öðru nær, stúlkurnar sem að þessu sinni berjast fyrir Íslands hönd eru annálaðar fyrir bindindissemi og góða reglu í hvívetna.


mbl.is Íslensku stúlkurnar neðarlega í Skotlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband