Leita í fréttum mbl.is

Ákölluðu heilagan Ragnar skjálfta

skjálftinnÉg hefi nú aldrei vitað annað eins helvítis kjaftæði. Hvað er það sem þessi hr. G. Blöndall kallar ,,stóíska ró?" Mínar góðu og trúverðugu heimildir segja, að Íslendingarnir sem lentu í jarðskjálftanum á Ródos í morgun, hafi hlaupið um, fram og til baka, eins og hjartveikir apakettir þegar fór að skjálfa undir þeim. Og allmargir þeirra hafi verið komnir með blautan botninn þegar hrynunni lauk. Þó var kyndugast, segja mínar heimildir, að þegar neyðin var stærst og ringulreiðin mest, þá hafi Íslendingarnir gleymt Guði algjörlega, en þess í stað ákallað Ragnar jarðskjálftafræðing Stefánsson sér til hjálpar. Meira að segja harðsvíruðust Sjálfstæðismenn hafi í angist sinni veinað hvað eftir annað upp nafn heilags Ragnars skjálfta og beðið hann, í fullkomri trúarvissu, að stöðva jarðhræringarnar á Ródos tafarlaust og strax. 

Auðvitað bænheyrði Ragnar, sá góði maður og sósíalisti, fólkið og stöðvaði jarðskjálftann. 


mbl.is „Tóku þessu með stóískri ró"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hansína Hafsteinsdóttir

Bjargar deginum að lesa eina svona fyrir hádegi!

Hansína Hafsteinsdóttir, 15.7.2008 kl. 10:23

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

"Meira að segja harðsvíruðust Sjálfstæðismenn hafi í angist sinni veinað hvað eftir annað upp nafn heilags Ragnars skjálfta og beðið hann, í fullkomri trúarvissu, að stöðva jarðhræringarnar á Ródos tafarlaust og strax". 

Hahahahahha............

Góður !

Níels A. Ársælsson., 15.7.2008 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband