Leita í fréttum mbl.is

Hvíti drengurinn sem varð að blásnáða

beljaÞað held ég sé lítið verk og löðurmannlegt að eignast tvíbura, annan hvítan en hinn svartan. Þá vil ég heldur gera meira úr afreki ljóshærðu kennslukonunnar á Akureyri, sem gerði sér lítið fyrir, að því best varð séð nákvæmlega uppúr þurru, og ól sveinbarn sem var alveg jafn ljóst á hörund og hún sjálf. Að viku liðinni fór pilturinn allt í einu að sortna og eftir mánuð var hann orðinn svo kolsvartur að annað slíkt hafði aldrei sést í gjörvöllum Eyjafirði. Eitthvað munu þessi litaskipti drengsins hafa ruglaða móður hans í ríminu því hún var lokuð inni á geðveikrahæli eftir að hafa skrifað grein í Morgunblaðið þar sem hún bað lesendur um að gauka að sér góðum ráðum við blámannshúð og sagði farir sínar ekki sléttar í þeim efnum. Eftir að kennslukonan var orðin eftirlæti læknanna að Kleppi, tók bæjarstjórnin á Akureyri sig til og sendi blásnáðann til Afríku og hefur ekkert spurst til hans síðan.
mbl.is Mislitir tvíburar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Er þetta sönn saga sem þú segir eða flökkusaga?

Svanur Gísli Þorkelsson, 20.7.2008 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband