Leita í fréttum mbl.is

Þegar Ármann ætlaði heim en hafnaði á Grænlandi

FyllikötturÞau hafa ekki haft nema gott af því hjónin Johannessen, að fara til Rieka í Króatíu í stað Reykjavíkur. Það leynir sér nefninlega ekki hverskonar höfuðsóttargemlingar Áki þessi og frú hans eru að fara slíkar villur vega. Að minnsta kosti hefi ég aungvan áhuga á að fá svona ultravankað fólk hingað til lands.

Annars kom það fyrir Ármann kunningja minn Kolbeinsson að lenda í svona hafvillu. Hann kom á sínum tíma í höfn á togara, eftir þriggja mánaða saltfiskirí við Grænland. Því miður vildi svo illa til, að í stað þess að fara beina leið heim í faðm eiginkonu og barna, steðjaði Ármann yfir þvera bryggjuna og um borð í botvörpunginn Gretti Ásmundsson, sem beið þess albúinn að sigla til Grænlands og fiska þar í salt í þrjá mánuði. Um borð í Gretti settist Ármann að dykkju með vinum sínum og drakk svo fast og óaðfinnanlega að hann rankaði ekki við sér fyrr en Grettir Ásmundsson hafði lagt að baki sólarhrings siglingu frá Reykjavík. Þessi ferðatilhögun Ármanns varð til þess að hann sá hvorki tangur né tetur af fjölskyldu sinni í liðlega hálft ár. Svo vel vildi þó til, að Ármann tók örlögum sínum af aðdáunarverðu æðruleysi og fjölskyldan saknaði hans ekki nema í meðallagi, ef hún saknaði hans þá nokkuð. 


mbl.is Ætluðu til Reykjavíkur - lentu í Rijeka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

O, neinei, Ármann var það, ég fer ekki ofan af því, enda sagði hann mér frá þessu sjálfur.

Jóhannes Ragnarsson, 22.7.2008 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband