Leita í fréttum mbl.is

Ólafur F. skýtur þúfutittlinga með fallbyssu

gun1Það má með sanni segja, að hans hátign, Borgarstjórinn í Reykjavík, skjóti af fallstykkjum á þúfutittlingana í Samfylkingunni og Framsókn. Segir mér svo hugur um, að nú liggi þessi lítilfjörlegi fiðurfénaður illa laskaður, eftir að hafa þegið kúlnaregn borgarstjóra undir stélfjaðrir sínar. Það er semsé endanlega komið uppúr dúrnum, að Samfylking og Framsóknarflokkur hafa einarðlega á stefnuskrá sinni að farga Íslandi, leggja það í rúst svo ekki standi steinn yfir steini. Eins og staðan er í dag, er vandséð að nefndir niðurrifsflokkar eigi nokkurntíman afturkvæmt í meirihlutasamstarf í borgarstjórn Reykjavíkur, um það ætla Ólafur F., frjálshyggjukompaní Sjálfstæðisflokksins og Svandís Svavarsdóttir að sjá.
mbl.is „Skýrir hvers vegna síðasti meirihluti sprakk"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband