Leita í fréttum mbl.is

Þetta er stepluveiðibíllinn hans Valla Krumpaða !!!

Svei mér þá, ef þetta er ekki abelsínuguli bíllinn sem Valla Krumpaða gekk sem best að veiða stelpurnar í hérna áður og fyrr. Það var alveg stórmerkilegur andskoti hvað gálurnar sópuðust að þessum óhrjálega skrjóð, því varla var það eigandinn sem þær sóttu í, jafn ólánlegur og grettin og hann hefur alla tíð verið - auk þess sem Valli Krumpaði var ávallt illa lyktandi á sínum ungdómsárum og er það eflaust en ef einhver nennti að þefa af dýrinu. Svo einn góðan veðurdag var abelsínuguli bíllinn horfinn, búið að stela honum, og eigandinn sí-grátandi í margar vikur á eftir. Það þarf varla að taka fram, að eftir að Valli glataði bifreiðinni hefur honum aldrei lánast að komast í tæri við kvenmann; komist hann nær stúlku en í þriggja metra fjarlægð tekur viðkomandi kvenpeningur óðar til fótanna, sem er útaf fyrir sig skiljanlegt þegar slíkur óþrifagöltur og Valli Krumpaði á í hlut. En góðu fréttirnar eru tvímælalaust þær, að abelsínuguli bíllinn hans Valgeirs Aðalsteinssonar Krumpaða er kominn í leitirnar, andvana að vísu og lappalaus.

 


mbl.is Vann verðlaun í ljósmyndakeppni SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband