Leita í fréttum mbl.is

Heilagt tákn þjóðarinnar smánað og útskitið í auglýsingarskyni

Frá mínum bæjardyrum séð, er þetta brókarkennda fánamál eitt hið alvarlegasta og óhugnarlegasta sem upp hefur komið frá stofnun lýðveldis á Íslandi. Til að milda viðurstyggðina, gerir mbl.is heiðarlega tilraun til að gera hlut forsætisráðherra sem minnstan með því að fullyrða að ekki sé vitað til að hann hafi lagt blessun sína yfir gjörninginn.

Það virðist nú samt sem áður allt benda til þess, að forsætisráðherra hafi lagt blessun sína yfir að Íslenski fáninn, heilagt tákn þjóðarinnar, sé smánaður og útskitinn í  nærbuxnalíki að frumkvæði Vódafóns. Ef rétt reynist geta fangelsisyfirvöld, strax farið að taka frá fangaklefa til eins árs fyrir forsætisráðherra og vikapilta Vódafóns. Það gefur augaleið, að Björn Bjarnason verður, nauðugur viljugur, að blanda sér í þetta alvarlega mál og kæra það til dómstóla. Geri hann það ekki skoðast hann samsekur og þar með verður að taka frá fangaklefa fyrir hann líka.


mbl.is Nærbuxur í fánalitum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband