Leita í fréttum mbl.is

Kvenfrelsisbarátta Ásdísar Ránar ber árangur í útlöndum

hóra1Það eru aldeilis fréttirnar af þessari Ásdísi Rán Gunnarsdóttur og ekki verður annað sagt en innlegg hennar til kvennabaráttunnar, fémínísmans, sé stórbrotið, um það bera óeigingjörn störf hennar og frami fagurt vitni. Og ekki er nóg með að raunverleikaþáttur sé handan við húshorn Ásdísar, heldur sigraði trýnið á henni keppnina um snjáldur steinkvatnsins Rai Saxx, sem er einn sérlega heillandi þefur til daglegra og rómantískra nota. Þá mun hinni þrítugu þriggja barna móður hafa hlotist sá eftirsóknarverði heiður, að fá að heimsækja Playboy-búgarð Hugh Hefners berrassínubónda og kvennamanns, sem eins og kunnugt er hefur árum saman verið í miklum hávegum hafður af baráttusamtökum fémínísta um allan heim. Á búgarði Hugh bónda, var Ásdísi Rán boðið að gjörast ,,leikfélagi" - hvað sem það nú þýðir. En frami Ásdísar er sannlega geisimikill og öfundsverður öðru kvenfólki, um það verður ekki deilt, og megi sem flestar Íslenskar dúkkulísugelgjur feta í fótspor hennar og bera hróður Íslands út yfir höfin til fjarlægra landa.
mbl.is Ekki í Playboy strax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stríða

 Furða mig á því afhverju MBL er með svona fréttir um konur? Þetta er ekki vönduð fréttamennska hjá Morgunblaðinu eins og í den. Fyrirsagnir sem snúast um hvort konur hafi fitnað ofl.

Stríða, 13.8.2008 kl. 14:19

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Frá mínum bæjardyrum séð, eru svona fréttir, ef fréttir skal kalla, satt að segja bölvaður óþverri.

Jóhannes Ragnarsson, 13.8.2008 kl. 14:54

3 Smámynd: Eygló Sara

Bíðið þið nú við!!! Á Morgunn blaðir ekki rétt á að fjalla um fólk? Eru það ekki fréttir eins og aðrar fréttir,mér finnst bara frábært að hún Ásdís gerir akkúrat það sem henni sýnist,,betur væri að fleiri konur gerðu það enda hefur bæði  útlitið og innrimann  með sér,,,,

Eygló Sara , 13.8.2008 kl. 15:39

4 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

 Þetta er óforbetranlegur pistill.

Edda Agnarsdóttir, 13.8.2008 kl. 16:08

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Brilljant pistill.  Svona á að gera þetta.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.8.2008 kl. 20:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband