Leita í fréttum mbl.is

Græðgi og hroki lækna er alvarlegur sjúkdómur

drSamkvæmt viðtalinu við Elvar, er engu líkara en hann hafi leitað sér lækninga á bifreiðaverkstæði en ekki hjá lækningastofnun hér á landi. Það að hann hafi litla sem enga ráðgjöf fengið um hvaða aðgerðir væru í boði og því síður að hann væri upplýstur um réttindi sín bendir til að læknar, ásamt öðru heilsubótarfólki á Íslandi, séu of uppteknir við að þjóna eigin hroka og peningagræðgi að þeim detti í hug að lina þjáningar sjúklinga nema rétt undir meðallagi. Reyndar er ég þeirrar skoðunar að peningagræðgi lækna á Íslandi sé alvarlegur sjúkdómur sem þurfi tafarlaust meðferðar við. Það gengur ekki að þessi villilýður fái að komast upp með að eyðileggja heilbrigðiskerfið með græðgi sinni og einkavæðingarsótt. Þessháttar niðurrifs- og glæpastarfsemi verður að stöðva með öllum tiltækum ráðum.   
mbl.is Vill fá kostnað bættan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marilyn

Ég hef ekki miklar áhyggjur af græðgi lækna per se - en ég hef frekar áhyggjur af þeirri ofurtrú sem þeir hafa á sjálfum sér og sínu fagi.

Marilyn, 18.8.2008 kl. 10:54

2 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Ég hef engar áhyggjur af læknunum, en þeim mun meiri af skjólstæðingum þeirra

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 18.8.2008 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband